Guðmundur Andri og karlaveldið

Tillaga hæfisnefndar um skipan 15 dómara í landsrétt gerði ráð fyrir að konur yrðu 30 prósent dómara, eða 5. Eftir samráð við formenn flokka breytti dómsmálaráðherra kynjahlutföllunum þannig að þau urðu jafnari, sjö konur urðu dómarar.

Guðmundur Andri þingmaður Samfylkingar finnst óhæfa af dómsmálaráðherra að jafna hlut kvenna við landsrétt.

Hann kennir jafnræði kynjanna við ,,geðþótta, valda­sýki og frænd- og vina­hygli."

Og hver skyldi bera ábyrgð á þeim ósköpum? Jú, sjálft alþingi sem samþykkti jafnari hlut kynjanna við val á dómurum í landsrétt.


mbl.is „Fokið í flest skjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi ber ábyrgð á dómaravali

Alþingi samþykkti tillögu dómsmálaráðherra að dómurum í landsrétti, eins og lög kveða á um. Ef alþingi hefði viljað fara að vilja hæfisnefndar hefði þinginu verið í lófa lagið að taka þá tillögu og samþykkja.

Dómsmálaráðherra breytti tillögu hæfisnefndar eftir að hafa ráðfært sig við formenn allra flokka á alþingi.

Aðför fjölmiðla, RÚV og Stundarinnar sérstaklega, beinist ekki að réttum aðila þegar dómsmálaráðherra er skotmarkið. Það er alþingi sem samþykkti dómaravalið í landsrétt.


mbl.is Var tilneydd til að gera breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking: útlendingar stela frá Íslendingum

Fyrrum formaður Samfylkingar, Oddný G. Harðardóttir, segir útlendinga stela frá Íslendingum launum og réttindum. Stuldurinn felist í félagslegum undirboðum, þar sem útlendingar undirbjóða Íslendinga, sætti sig við lægri laun og lélegri kjör.

Stuldurinn fer einkum fram í þeim atvinnugreinum þar sem útlendingar eru flestir, byggingariðnaði og ferðaþjónustu.

Nú þegar búið er að greina vandann er næsta skref að grípa til aðgerða. Aukið eftirlit með starfsmannaleigum og hert viðurlög við félagslegum undirboðum er eðlilegt framhald.


mbl.is Velferð byggð á þjófnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband