Dómurinn sem drap vinstristjórnina

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. stóð höllum fæti í janúar 2013. ESB-umsóknin hafði verið lögð á ís um áramótin og stjórnarskrármálið hreyfðist ekki spönn frá rassi.

En það var EFTA-dómstóllinn sem endanlega drap Jóhönnustjórnina fyrir fimm árum upp á dag. Eftir að Icesave-dómurinn féll Íslendingum í vil og þar með reyndist allt rangt sem þau Jóhanna, Össur og Steingrímur J. sögðu um ábyrgð Íslendinga á skuldum einkabanka.

Nokkrir einstaklingar urðu fyrir verulegum álitshnekki með dómnum, t.d. hagfræðingarnir Þórólfur Matthíasson og Gylfi Magnússon sem boðuðu að Ísland yrði Kúba norðursins ef þjóðin axlaði ekki ábyrgðina á Icesave.

Framsóknarflokkurinn og formaður hans, Sigmundur Davíð, voru sigurvegarar Icesave-málsins.


Fallið á kné fyrir Trump

Trump kom, sá og sigraði í Davos, samkvæmt frásögn Die Welt sem segir forstjóraelítuna hafa fallið á kné fyrir Bandaríkjaforseta. New York Times kveður alþjóðahagkerfið taka við sér. Leiðtogar vestrænna ríkja leita í smiðju skattabreytinga Trump til að styrkja sín hagkerfi.

Úr röðum vinstrimanna heyrast þær raddir að líklega var ofmælt að lýðræðið væri farið í hundana með forsetakjöri Trump fyrir rúmu ári.

Ef fram heldur sem horfir líða ekki margar vikur þangað til að almannarómur tekur undir Trump að fjölmiðlar séu full iðnir við falsfréttir.


Bloggfærslur 28. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband