Skipulagður daufleiki: Guðni Th. felur sig á bakvið Ástþór

Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar vilja ekki að hann mæti Davíð Oddssyni einn á móti einum. Guðni Th. er með fylgið en Davíð með hugmyndirnar. Fylgið tapar í baráttunni við hugmyndir.

Þegar þeir mættust á Eyjunni snemma í kosningabaráttunni var Guðni Th. í vörn allan tímann, fyrir þær sakir að hann var á röngunni í helstu pólitísku álitamálum seinni ára - Icesave og ESB-umsókn.

Fjölmiðlar eru meðvirkir í skipulögðum daufleika þar sem allir frambjóðendur eru á sviðinu. Þar er Ástþór senuþjófurinn.


mbl.is Daufur kosningaslagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Samfylkingin svindlaði á lýðræðinu

Í Bretlandi er spurt í þjóðaratkvæðagreiðslu: „Ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða segja sig úr Evrópusambandinu?“

Spurningin er skýr og hægt að svara henni afdráttarlaust.

Þegar Samfylkingin hratt ESB-ferlinu úr vör, haustið 2002, voru flokksmenn spurðir eftirfarandi spurningar:

Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?

Spurningin fengi verðlaun í samkeppni um undirferli og fláttskap. Það er ekki hægt að svara henni afdráttarlaust. Þeir sem vildu segja nei við spurningu Samfylkingar voru settir í þá stöðu að vera á móti skilgreiningum, á móti viðræðum og á móti þjóðaratkvæðagreiðslum.

Samfylkingin svindlaði á lýðræðinu árið 2002 og er ónýtur flokkur 2016.


mbl.is Brexit: Kosið eftir tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-exit, ekki Brexit

Evrópusambandið átti að vera fyrirmynd samvinnu þjóða í Evrópu eftir tvær heimsstyrjaldir á síðustu öld. Samvinnan snerist upp í samruna eftir lok kalda stríðsins. Sameiginlegur gjaldmiðill, evra, átti að samþætta ríki álfunnar í Stór-Evrópu.

Bretar kusu að standa utan evrunnar þrátt fyrir bölsýni margra um að landið yrði ómerkileg efnahagsleg hjáleiga meginlandsþjóðanna. Eftir 15 ára reynslu af evru er öllum ljóst að gjaldmiðillinn leiðir ekki til sameiningar heldur sundrungar. Enginn sem berst fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB notar evruna sem rök.

Hvernig sem kosningarnar á morgun fara er Stór-Evrópa liðin undir lok. Spurningin er hvað kemur í staðinn.


mbl.is Fylkingarnar nánast hnífjafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit-áhyggjur Eíríks B. og RÚV

Fyrrum starfsmaður ESB, Eiríkur Bergmann, fær útsendingartíma hjá RÚV að lýsa áhyggjum af mögulegri úrsögn Breta á ESB-umræðuna á Íslandi.

Eiríkur starfaði í Samfylkingunni þegar ákveðið var að fara í ESB-leiðangurinn sem lauk snautlega þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gafst upp á aðlögunarferlinu áramótin 2012/2013.

Eiríkur og RÚV ættu fremur að líta til Noregs en Bretlands í leit að áhyggjum af stöðu ESB-sinna á Íslandi.


mbl.is 70,9% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar gagnrýnir Guðna Th.

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi var einn af þeim sérfræðingum og álitsgjöfum sem vildu að Ísland samþykkti Icesave-samningana. Ólafur Ragnar Grímsson forseti rifjar upp stöðu mála þegar allt valt á einum manni - húsbóndanum á Bessastöðum:

að standa frammi fyr­ir því í árs­byrj­un 2010 að ég yrði einn að taka ákvörðun um það í and­stöðu við rík­is­stjórn­ir í Evr­ópu, þingið og nán­ast alla sér­fræðinga í land­inu að vísa mál­inu til þjóðar­inn­ar

Guðni Th. reynir að fela sporin sín í Icesave-umræðunni, eins og Viðskiptablaðið rekur.

Á Bessastöðum þarf að vera maður sem ekki er fangi vina sinna og félaga, heldur maður sem rís undir álaginu sem fylgir því að standa einn vaktina.


mbl.is Kýs ekki í forsetakosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th. frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins

Stundin, málgagn vinstrimanna, segir að Guðni Th. sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til forseta.

Össur Skarphéðinsson, fyrsti formaður Samfylkingar, mun hafa kveikt á þessu fyrir viku og hvetur fólk til að kjósa Andra Snæ í stað Guðna Th.

Hvernig var þetta með grísku söguna um Trójuhestinn sem komst inn fyrir virkismúra Bessastaða?

 


Hálft Bretland í ESB, kannski allt út

Bretar eru aðeins að hálfu leyti í Evrópusambandinu. Þeir sögðu nei takk við evru um aldamótin, sem knýr samruna ESB síðustu 15 árin og eru ekki í Schengen.

Um helmingur Breta vill algjörlega skera á tengslin við ESB þótt þau séu töluvert minni en full aðild gerir ráð fyrir.

Ef Bretar jánka áframhaldandi aðild er það aðeins með hálfum hug. Hvernig sem Brexit-atkvæðagreiðslan fer þá tapar ESB.


mbl.is Kossakeðja til stuðnings ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató stundar stríðsæsingu gegn Rússlandi

Eftir hrun Berlínarmúrsins byggði Nató, undir forystu Bandaríkjanna, upp hernaðarbækistöðvar í kringum Rússland, t.d. í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum. Rússar mótmæltu en á þá var ekki hlustað. Þegar Nató í samvinnu við Evrópusambandið hugðist gera Úkraínu að leppríki brugðust Rússar við og studdu rússneskumælandi uppreisnarmenn í austurhluta landsins og lögðu undir sig Krímskaga.

Bandaríkin og Nató stunda þann áróður að varnarviðbrögð Rússa séu liður í útþenslustefnu. Aðalritari Nató, Jens Stoltenberg, sakar Rússar um tilraunir til að nota hervald í pólitískum tilgangi. Fyrrum utanríkisráðherra Belga hvetur til harðari refsiaðgerða gegn Rússum og notar orðalag - friðþægingu - um Pútin Rússlandsforseta sem á millistríðsárunum var notað um misheppnaða stefnu gegn Hitler.

Hernaðaræfingar Nató á landamærum Rússlands kalla fram varnaðarorð frá þýskum stjórnmálamönnum. Utanríkisráðherra Þýskalands hvetur Nató til að hægja á sér í stríðsæsingunni og biður um friðsamlegri samskipti.

Íslendingar eru í Nató. Við höfum aldrei átt í erjum við Rússa og ættum að leggja lóð á vogarskálar friðar og taka vara á stríðsæsingarmönnum í Brussel og Washington.


mbl.is Segir Bandaríkin eina ofurveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristilegt jafntefli

Ísland og Ungverjaland tóku kristni á sama tíma 999-1001.

Leikurinn var háður í kristilegu bróðerni og báðar þjóðirnar eiga enn möguleika.

Köllum þetta kristilegt jafntefli.


mbl.is „Grátlega nærri því að komast áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes, Brown og glæpamenn Íslands

Gordon Brown forsætisráðherra Breta bjargaði pólitísku lífi sínu með því að fella íslensku bankana haustið 2008. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að setja hryðjuverkalög á íslensku bankana og tengir ákvörðunina við aukakosningar í Skotlandi þar sem flokkur Brown, Verkamannaflokkurinn, stóð tæpt.

Hannes vitnar í frétt BBC strax eftir aukakosningarnar í nóvember 2008. Þar segir m.a.

Remember, this by-election was supposed to be the final straw, nail in the coffin or hammer blow which would signal the end of Gordon Brown's career as leader of his country and party.

og

that people in Scotland may be buying the Labour line about independence - stay as part of the UK and see your banks getting bailed out - or leave and become Iceland.

Rökin eru í stuttu máli þessi: Gordon Brown felldi íslensku bankana til að sýna Skotum fram á að íslenska leiðin til sjálfstæðis væri feigðarflan. Rökin eru trúverðug, margur pólitíkus hefur gert minna en að fella bankakerfi í litlu útlandi til að tryggja stöðu sína heimafyrir.

Kaupþing var sá banki á Íslandi sem haustið 2008 átti síst að falla, hann þótti sterkastur. En aðgerðir Brown og félaga í bresku ríkisstjórninni sáu til þess að björgunartilraunir ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands komu fyrir lítið.

Eftir hrun kom á daginn að Kaupþingsmenn voru mestu glæpamenn íslensku bankaútrásarinnar, mælt í sakamálum og fangelsisdómum. Af þeirri ástæðu einni ættum við að þakka Gordon Brown að taka af lífi gegnumrotið bankakerfi. Án gjaldþrots Kaupþings réðu glæpamenn enn ferðinni á Íslandi.

Gordon Brown ætti að fá eins og eina fálkaorðu frá okkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband