Egill ýjar að gengi Guðna Th.

Egill Helgason álitsgjafi rifjar upp þá kenningu að útrásin hafi verið barátta gengja. Egill nefnir þessa kenningu í samhengi við forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar.

Álitsgjafinn gefur til kynna að Guðni Th. tilheyri ákveðnu gengi án þess þó að nefna það á nafn.

Sennilega er það of viðkvæmt.


RÚV-handritið, sænsk hræsni og breskur heiðarleiki

RÚV skipulagði aðför að forsætisráðherra Íslands með sænsk-íslenskum undirverktökum. Gústaf Adolf Skúlason rekur í bloggfærslu herfræðina á bakvið Kastljósþáttinn sem knúði Sigmund Davíð til afsagnar.

Til að svara ásökunum um skipulagða aðför að forsætisráðherra teflir RÚV fram sænska undirverktakanum sem segir óheiðarleg vinnubrögð nauðsynleg til að ,,afhjúpa hræsni."

Kastljósþátturinn og fréttir RÚV í aðdraganda þáttarins voru ekki til að afhjúpa meinta hræsni forsætisraðherra heldur til að bola honum frá völdum. RÚV og undirverktakarnir héldu fram þeim áróðri að forsætisráðherrahjónin væru skattsvikarar og lögbrjótar - sem er annar og miklu alvarlegri hlutur en hræsni.

Blaðamenn breska blaðsins Guardian höfðu aðgang að sömu gögnum, þ.e. Panama-skjölunum, og RÚV. Niðurstaða Guardian er skýr og ótvíræð:

Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir skattaundanskotum eða óheiðarlegum ávinningi Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar eða Wintris.
(The Guardian has seen no evidence to suggest tax avoidance, evasion or any dishonest financial gain on the part of Gunnlaugsson, Pálsdóttir or Wintris.)

Umfjöllun RÚV gekk út á að gera hlut Sigmundar Davíðs sem verstan. RÚV margbraut siðareglur stofnunarinnar í umfjöllun sinni um Panama-skjölin. RÚV misnotaði vald sitt til að flæma úr embætti forsætisráðherra landsins og ætti að biðjast afsökunar á framferðinu.


mbl.is „Gert til að koma höggi á flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband