ESB-umsóknin mátti kosta gjaldþrot Íslands

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. stefndi Ísland i gjaldþrot til að ESB-umsókn Samfylkingar mætti ná fram að ganga. Vinstristjórnin reyndi í þrígang að knýja í gegn Icesave-samningana, sem hefðu gert Ísland gjaldþrota.

Áróður vinstriflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna, gekk út á að hrunið hefði gert Ísland gjaldþrota en svo var ekki, þökk sé neyðarlögum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.

Neyðarlögin gáfu Íslandi viðspyrnu, segir hagfræðingurinn James K. Gal­braith. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. reyndi allt sem hún gat til að grafa undan neyðarlögunum, eins og Víglundur Þorsteinsson rekur.

 


mbl.is Víglundur: Af hverju sviku þau?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump fær stuðning nóbelsverðlaunahafa

Samfélagsfriðurinn í Bandaríkjunum er í hættu vegna sífjölgandi fátæklingum sem vinna á lágmarkslaunum, skrifar Angus Deaton nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.

Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblíkana talar máli láglaunafólks sem missa störf til þróunarríkja þegar stórfyrirtæki flytja framleiðsluna þangað í skjóli viðskiptasamninga.

Deaton segir nauðsyn að endurskoða alþjóðhagkerfi sem búi til fátæklinga á vesturlöndum til að hjálpa þróunarríkjum. Annars sé voðinn vís. Donald Trump er hávær boðberi válegra tíðinda. 

 


Guðni Th., Píratar, Viðreisn: nýja Ísland í felum

Skoðanakannanir dagsins í dag segja Pírata stærsta flokkinn, Guðna Th. með mesta fylgi forsetaframbjóðenda og Viðreisn á mestri siglingu stjórnmálaflokka.

Píratar eru án stefnumála; Guðni Th. er á flótta frá öllum pólitísku yfirlýsingum sem hefur gefið, sem þó eru ekki margar, og Viðreisn sópaði undir teppið málinu eina sem flokkurinn var stofnaður um - ESB-umsókninni.

Ef þjóðin ákveður að svona skuli þetta vera þegar á herðir, á kjördegi í júní og október, er hún í felum frá sjálfri sér.

 


mbl.is Fylgi Guðna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband