Bankamaður og smákrimmar

Sigurður Einarsson fyrrum forstjóri Kaupþings sækir sér sérkennilegt skjól í meintu sakleysi þeirra sem dæmir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru smákrimmar sakfelldir fyrir morð án þess að líkin fyndust.

Líkið af Kaupþingi blasti við almenningi haustið 2008. En kannski hefur Sigurður nokkuð til síns máls: það þurfti meira en smákrimma til að fella Kaupþing.


mbl.is „Að koma sök á saklausa menn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningafótbolti

Fótbolti er handverk, eins og útskýrt var í BBC-settinu þar sem Shearer, Henry og Kompany greindu hvernig mörk eru skoruð og fjölluðu um skipulag liðs sem nær árangri.

Fótbolti er líka tilfinningar, bæði þeirra sem spila hann og ekki síður áhangenda.

Íslenska sjónvarpið mætti í umfjöllun sinni gera handverkinu betri skil en tilfinningavellunni, sem var yfirfljótandi í gær. Lágpunkturinn var þegar einn sjónvarpsþulurinn sagðist hafa verið í kjallara að borða, og horfði ekki á leikinn, en kom inn í útsendingu og sagðist hafa fundið húsið ,,nötra" þegar Birkir skoraði.

Umfjöllun um tilfinningar á kostnað handverksins eru sumpart skiljanleg. Þátttakan á Evrópumeistaramótinu er ígildi þriggja vikna þjóðhátíðar. En öllu má ofgera. Meiri fótboltapælingar en minni tilfinningavella, takk fyrir.


mbl.is „Tapsár? Erfitt líf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launaskrið forstjóranna, höfrungahlaup á æðstu stöðum

Ofurlaun framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna sýna höfrungahlaup með forstjórum fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna. Það hlaup mun leiða okkur fram af bjargbrúninni ef ekki er gripið í taumana.

Lífeyrissjóðirnir eru ráðandi í íslensku atvinnulífi og geta með stefnumörkun haft áhrif á sjálfbæra launastefnu.

Lífeyrissjóðir ættu að gera kröfu um launavísitölu forstjóra sem myndi endurspegla launaþróun þeirra. Ef lífeyrissjóðir settu sem skilyrði fyrir hlutabréfakaupum að forstjóri og millistjórnendur tækju þátt í launavísitölunni yrði ekki vandamál að setja saman slíka vísitölu.

Launavísitala forstjórann myndi þjóna því hlutverki að fylgjast með launaskriði á æðstu stöðum og vera aðhald á forstjóragræðgi sérstaklega en einnig á innistæðulausar launahækkanir almennt.

Til hliðar við launavísitöluna ætti setja saman jafnlaunavístölu fyrirtækja sem mældi mun hæstu og lægstu launa. Jafnlaunavísitala upplýsti samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hvort þau hygluðu stjórnendum á kostnað almennra starfsmanna.  Jafnlaunavísitalan myndi gagnast þeim mest sem búa við lægstu launin og auka samheldni samfélagsins.

Verkalýðshreyfingin verður að sýna frumkvæði í málinu enda borin von að Samtök atvinnulífsins geri það. SA fordæmir aðeins höfrungahlaupið á almennum vinnumarkaði, ekki á æðstu stöðum.

 


mbl.is Ólafía gagnrýnir laun Guðmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband