Ísland: veikari ESB, sterkari Bandaríkin

Í stórveldapólitík gildir lögmálið að eins dauði er annars brauð. Evrópusambandið, eftir Brexit, evru-vandræði og flóttamannafár, er veikari. Bandaríkin eru eftir því hlutfallslega sterkari.

Eftir 2006, þegar bandaríski herinn yfirgaf Miðnesheiði, jókst aðdráttarafl Evrópusambandsins. ESB-umsóknin frá 16. júlí 2009 markaði háflóð samskipta Íslands og ESB. Eftir það fjaraði undan.

Eðlilegt er að Ísland og Bandaríkin treysti sambandið í kjölfar veikari ESB. Auðvitað á forsendum fullveldis og gagnkvæmra hagsmuna.


mbl.is Valgerður segist treysta Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband