RÚV laug til að koma höggi á Sigmund Davíð

Kastljós RÚV, í samvinnu við félagana Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sven Bergman, laug blákalt að Sigmundi Davíð í upphafi viðtalsins sem leiddi til afsagnar forsætisráðherra.

Netútgáfa Aftenposten sýnir svart á hvítu að Sven Bergman segir við Sigmund Davíð að viðtalið sé um hrunið og endurreisnina. Blaðamaður Aftenposten segir: ,,hér mætir forsætisráðherra í viðtal í þeirri trú að umræðan verði um hvernig tókst að endurreisa Ísland eftir hrun."

Kastljós sýndi ekki þessa útgáfu af viðtalinu enda afhjúpar það siðlausa blaðamennsku.

Kastljós RÚV segist hafa boðið Sigmundi Davíð sex sinnum í viðtal eftir fyrirsátina í ráðherrabústaðnum. Vitanlega gaf Sigmundur Davíð ekki siðlausum fréttamönnum RÚV annað færi á sér.


mbl.is Hafna fullyrðingum Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband