Árni Páll - Brexit er grafskrift Samfylkingar

Samfylkingin tapar mest íslenskra stjórnmálaflokka á Brexit. Frá innanflokksatkvæðagreiðslu 2002, sem sannanlega var furðuflipp, til dagsins í dag er Samfylking fyrirvaralaus ESB-flokkur.

Yfirvegaðir hægrimenn í Bretlandi útskýra Brexit með vísun í langa hefð friðsamlegra mótmæla Englendinga gegn illþolandi yfirvaldi. Róttækir vinstrimenn segja Brexit andóf almennings gegn yfirstéttarelítunni. Fráfarandi formaður Samfylkingar býður upp á analísuna að Brexit sé ,,furðuflipp."

Árni Páll er í sporum sanntrúaðra kommúnista eftir innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu 1968. Innrásin afhjópaði vangetu kommúnista að stjórna með öðru en ofbeldi; Brexit sýnir að ESB þolir ekki lýðræði.


mbl.is Breska þjóðaratkvæðið „furðuflipp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærstu tíðindin: enginn forsetaflokkur

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti 1996 varð til forsetaflokkur vinstrimanna sem skilaði sér í uppstokkun vinstriflokka um aldamótin. Þegar Ólafur Ragnar náði endurkjöri 2012 stóðu að baki honum hægrimenn sem árið eftir bjuggu til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Á bakvið kjör Guðna Th. er ekki hægt að greina bakland sem gæti orðið að forsetaflokki. Stuðningssveitin á bakvið nýjan forseta er brotakennd og á sér engan annan samnefnara en Guðna Th.

Að því sögðu er líklegt að umrótið í forsetaslagnum hafi haft töluverð áhrif á fylgismælingar stjórnmálaflokkanna síðustu vikurnar. Þar stendur tvennt upp úr; lækkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins og vöxtur Viðreisnar.

Forsetakjörið var Sjálfstæðisflokknum erfitt. Mesti leiðtogi flokksins frá dögum Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar eldri tók slaginn en galt afhroð. Framsóknarmenn veðjuðu á Höllu Tómasdóttur síðustu dagana fyrir kjördag og geta eignað sér öskubuskufylgið sem fleytti henni í annað sætið. Vinstriflokkarnir voru tvístraðir, eins og löngum áður. Fylgi þeirra dreifðist á Andra Snæ, Guðna Th. og Höllu. Píratar voru hvergi sjáanlegir í forsetabaráttunni.

Pólitískt landslag eftir kjör Guðna Th. er fullt af möguleikum.


mbl.is Guðni kjörinn forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju, Guðni Th.

Guðni Th. Jóhannesson er næsti forseti lýðveldisins og við hæfi að óska honum velfarnaðar í starfi. Hann fær meira fylgi en fyrstu tölur sýndu en minni en skoðanakannanir gáfu honum. Niðurstaðan er ótvíræð og engin ástæða til að skilyrða umboðið sem Guðni Th. fær frá þjóðinni.

Kjör Guðna Th. sýnir að stjórnarskráin okkar og lýðræðisfyrirkomulag virka sem skyldi.

Næst á dagskrá eru alþingiskosningar.


mbl.is Guðni með forskot í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband