Listfengi og manndráp apakattanna

Neandertalsmaðurinn dó út, annað tveggja með samruna við homo sapiens eða að forfeður okkar hafi tortímt þessum frænda.

Apakattaættin sem við tilheyrum er listfeng að eðlisfari en jafnframt eina dýrategundin sem efnir til skipulagðra fjöldamorða á andstæðingum sínum, samanber fréttir hér og hér.

Manndrápin urðu skefjalausari þegar fram liðu stundir. Við köllum það þróun.


mbl.is Neanderdalsmenn byggðu úr dropasteinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beta og Brexit - Boris og Churchill

Stuðningsmenn Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, fá byr í seglin þessa dagana. Þjóðerniskennd fær næringu á afmælum drottningar og sparki enskra í Frakklandi.

ESB-sinnar í Bretlandi reyna í örvæntingu að finna veilur á málflutningi Brexit-manna. Samkvæmmt Telegraph stendur til að ráðast gegn Boris Johnson sem fer fyrir Brexit-fylkingu íhaldssmanna.

Boris þykir sopinn góður að sögn. Jafnframt langar hann að leysa af hólmi David Cameroon forsætisráðherra. Spuninn gangur út á að Boris sé valdasjúk fyllibytta. Sami spuni var notaður um Winston Churchill. 


mbl.is Níutíu ára afmæli Elísabetar fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband