Kirkja stundar lögleysu - lokum 'enni

Kirkjan er ekki starfrækt fyrir almannafé til að stunda lögleysu; bjóða valdstjórninni birginn og grafa undan réttarríkinu.

Ríkið á vitanlega ekki að fjármagna undirróðursöfl sem í nafni trúarþvættings frá miðöldum um kirkjugrið efnir til óspekta á almannafæri.

Við búum í veraldlegu samfélagi. Trúarstofnanir sem ekki hlýða lögum eiga ekkert erindi við samfélagið.


mbl.is Ekki undir lögaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolti og pólitík

Félagarnir Egill Helgason og Gunnar Smári Egilsson kynntu fyrir tveim árum þá pólitísku hugmynd að Ísland væri betur komið sem fylki í Noregi. Tími fullvalda Íslands væri liðinn. Norski draumurinn tók við af ESB-umsókninni sem sömu kreðsur aðhylltust. Mottóið: allt er betra en Ísland.

Forsíða útbreiddasta dagblaðs í Noregi, VG, segir á forsíðuuppslætti í dag að Norðmenn sjái eftir að hafa látið Ísland af hendi til Dana árið 1397 við stofnun Kalmarsambandsins: i dag er vi alle islendinger.

Í fótbolta og pólitík er eftirspurn eftir sigurvegurum. En forsenda sigurs er að vera trúr sjálfum sér.


mbl.is Ísland ekki jafn vinsælt frá eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband