Hannes, Brown og glæpamenn Íslands

Gordon Brown forsætisráðherra Breta bjargaði pólitísku lífi sínu með því að fella íslensku bankana haustið 2008. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar að setja hryðjuverkalög á íslensku bankana og tengir ákvörðunina við aukakosningar í Skotlandi þar sem flokkur Brown, Verkamannaflokkurinn, stóð tæpt.

Hannes vitnar í frétt BBC strax eftir aukakosningarnar í nóvember 2008. Þar segir m.a.

Remember, this by-election was supposed to be the final straw, nail in the coffin or hammer blow which would signal the end of Gordon Brown's career as leader of his country and party.

og

that people in Scotland may be buying the Labour line about independence - stay as part of the UK and see your banks getting bailed out - or leave and become Iceland.

Rökin eru í stuttu máli þessi: Gordon Brown felldi íslensku bankana til að sýna Skotum fram á að íslenska leiðin til sjálfstæðis væri feigðarflan. Rökin eru trúverðug, margur pólitíkus hefur gert minna en að fella bankakerfi í litlu útlandi til að tryggja stöðu sína heimafyrir.

Kaupþing var sá banki á Íslandi sem haustið 2008 átti síst að falla, hann þótti sterkastur. En aðgerðir Brown og félaga í bresku ríkisstjórninni sáu til þess að björgunartilraunir ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands komu fyrir lítið.

Eftir hrun kom á daginn að Kaupþingsmenn voru mestu glæpamenn íslensku bankaútrásarinnar, mælt í sakamálum og fangelsisdómum. Af þeirri ástæðu einni ættum við að þakka Gordon Brown að taka af lífi gegnumrotið bankakerfi. Án gjaldþrots Kaupþings réðu glæpamenn enn ferðinni á Íslandi.

Gordon Brown ætti að fá eins og eina fálkaorðu frá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband