Þegar Samfylkingin svindlaði á lýðræðinu

Í Bretlandi er spurt í þjóðaratkvæðagreiðslu: „Ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða segja sig úr Evrópusambandinu?“

Spurningin er skýr og hægt að svara henni afdráttarlaust.

Þegar Samfylkingin hratt ESB-ferlinu úr vör, haustið 2002, voru flokksmenn spurðir eftirfarandi spurningar:

Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?

Spurningin fengi verðlaun í samkeppni um undirferli og fláttskap. Það er ekki hægt að svara henni afdráttarlaust. Þeir sem vildu segja nei við spurningu Samfylkingar voru settir í þá stöðu að vera á móti skilgreiningum, á móti viðræðum og á móti þjóðaratkvæðagreiðslum.

Samfylkingin svindlaði á lýðræðinu árið 2002 og er ónýtur flokkur 2016.


mbl.is Brexit: Kosið eftir tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-exit, ekki Brexit

Evrópusambandið átti að vera fyrirmynd samvinnu þjóða í Evrópu eftir tvær heimsstyrjaldir á síðustu öld. Samvinnan snerist upp í samruna eftir lok kalda stríðsins. Sameiginlegur gjaldmiðill, evra, átti að samþætta ríki álfunnar í Stór-Evrópu.

Bretar kusu að standa utan evrunnar þrátt fyrir bölsýni margra um að landið yrði ómerkileg efnahagsleg hjáleiga meginlandsþjóðanna. Eftir 15 ára reynslu af evru er öllum ljóst að gjaldmiðillinn leiðir ekki til sameiningar heldur sundrungar. Enginn sem berst fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB notar evruna sem rök.

Hvernig sem kosningarnar á morgun fara er Stór-Evrópa liðin undir lok. Spurningin er hvað kemur í staðinn.


mbl.is Fylkingarnar nánast hnífjafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband