Hvað segir Ronaldo?

Englendingar fögnuðu eins og þeir væru Evrópumeistarar þótt þeir hafi sigrað litla bróður Wales.

Ronaldo hinum portúgalska fannst fögnuður Íslendinga ótæpilegur eftir jafnteflið. Hann hlýtur að senda Sturridge og félögum tóninn fyrir að fagna sigri yfir smáliði - sem að vísu státar af besta knattspyrnumanni heims, á eftir Messi.


mbl.is Trylltur fögnuður Englendinga – myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni Th. er talsmaður vonlausa Íslands

Forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson er talsmaður vonleysis eftirhrunsins. Hann vildi samþykkja Icesave-samningana, gerði lítið úr fullveldinu með því að kalla það ,,teyjanlegt hugtak" og studdi kröfuna um að stjórnarskránni yrði kollvarpað, eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

ESB-sinnar úr röðum Samfylkingar og Viðreisnar styðja framboð Guðna Th. opinberlega. Greining á fylgi Guðna Th. sýnir að hann fær síst stuðning kjósenda þeirra flokka sem einarðastir eru á móti ESB-aðild, þ.e Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 

Pólitískar yfirlýsingar Guðna Th. eru til þess fallnar að draga kjarkinn úr þjóðinni og framlengja vonleysi eftirhrunsins.


mbl.is Guðni með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband