Kristilegt jafntefli

Ísland og Ungverjaland tóku kristni á sama tíma 999-1001.

Leikurinn var háđur í kristilegu bróđerni og báđar ţjóđirnar eiga enn möguleika.

Köllum ţetta kristilegt jafntefli.


mbl.is „Grátlega nćrri ţví ađ komast áfram“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hannes, Brown og glćpamenn Íslands

Gordon Brown forsćtisráđherra Breta bjargađi pólitísku lífi sínu međ ţví ađ fella íslensku bankana haustiđ 2008. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um ákvörđun bresku ríkisstjórnarinnar ađ setja hryđjuverkalög á íslensku bankana og tengir ákvörđunina viđ aukakosningar í Skotlandi ţar sem flokkur Brown, Verkamannaflokkurinn, stóđ tćpt.

Hannes vitnar í frétt BBC strax eftir aukakosningarnar í nóvember 2008. Ţar segir m.a.

Remember, this by-election was supposed to be the final straw, nail in the coffin or hammer blow which would signal the end of Gordon Brown's career as leader of his country and party.

og

that people in Scotland may be buying the Labour line about independence - stay as part of the UK and see your banks getting bailed out - or leave and become Iceland.

Rökin eru í stuttu máli ţessi: Gordon Brown felldi íslensku bankana til ađ sýna Skotum fram á ađ íslenska leiđin til sjálfstćđis vćri feigđarflan. Rökin eru trúverđug, margur pólitíkus hefur gert minna en ađ fella bankakerfi í litlu útlandi til ađ tryggja stöđu sína heimafyrir.

Kaupţing var sá banki á Íslandi sem haustiđ 2008 átti síst ađ falla, hann ţótti sterkastur. En ađgerđir Brown og félaga í bresku ríkisstjórninni sáu til ţess ađ björgunartilraunir ríkisstjórnar og Seđlabanka Íslands komu fyrir lítiđ.

Eftir hrun kom á daginn ađ Kaupţingsmenn voru mestu glćpamenn íslensku bankaútrásarinnar, mćlt í sakamálum og fangelsisdómum. Af ţeirri ástćđu einni ćttum viđ ađ ţakka Gordon Brown ađ taka af lífi gegnumrotiđ bankakerfi. Án gjaldţrots Kaupţings réđu glćpamenn enn ferđinni á Íslandi.

Gordon Brown ćtti ađ fá eins og eina fálkaorđu frá okkur.


Brexit, Trump og Píratar

Stuđningur viđ úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, er sömu ćttar og stuđningur viđ forsetaframbođ Donald Trump í Bandaríkjunum. Í báđum tilvikum rís almenningur upp gegn valdastéttinni, skrifar Anatole Kaletsky. 

Íslensku Píratarnir eru einnig mótmćlaframbođ gegn valdastéttinni, eins og hún birtist í starfandi stjórnmálaflokkum. Ţó er nokkur munur á baklandi mótmćlanna. Samkvćmt Kaletsky eru eldri kjósendur, vinnandi fátćkir og lítt menntađir, sem styđja Brexit og Trump. Ţetta er hópurinn sem telur sig vera svikinn af elítu bankamanna og stjórnmálamanna.

Fylgi Pírata kemur einkum frá háskólafólki s.s. kennurum og ríkisstarfsmönnum sem áđur kusu Samfylkinguna og Bjarta framtíđ.

Píratar skera sig einnig frá Brexistum og Trumpurum međ ţví ađ ţeir eru ekki međ neina sérstaka stefnu í stćrri málum. Brexistar vilja Bretland úr ESB, Trumparar eru gegn viđskiptasamningum og báđir gegn innflytjendum. Píratar eru á hinn bóginn hlynntir innflytjendum, enda ógna ţeir ekki hagsmunum háskólafólks. En ađ ţví slepptu sveiflast Píratar á milli sósíalisma og frjálshyggju, svona eftir ţví hvernig ţeir koma frammúr á morgnana, eđa öllu heldur hádegisbil.

Stjórnmálakerfiđ í Bretlandi og Bandaríkjunum er djúpt, óánćgjan ţar er afleiđing af langtímaferli, en á Íslandi er kerfiđ grunnt, breytingar gerast hratt. Sem sést á ţví ađ viđ fórum úr kreppu í velsćld á fáeinum misserum. Viđ kusum meirihluta Samfylkingar og Vinstri grćnna yfir okkur 2009 en tortímdum ţessum flokkum í ţingkosningunum fjórum árum síđar. Kjörfylgi er í minni tengslum viđ hagsveiflur hér á landi en víđa annars stađar.

Ţegar öllu er á botninn hvolft eru Píratar pólitískir arftakar Jóns Gnarr og Besta flokksins, ef einhver skyldi muna eftir ţeirri tvennu. Jóni Gnarr skaut upp á stjörnuhimin stjórnmálanna ţegar kjósendur mótmćltu sjálfum sér og völdu borgarstjóra manninn sem lofađi ísbirni í Fjölskyldu- og húsdýragarđinn.

Von Pírata um árangur í ţigkosningunum er bundin viđ löngun ţjóđarinnar ađ mótmćla sjálfri sér. Pólitík ţeirra tekur miđ af ţeirri von - hún er hvorki hćgri né vinstri, upp né niđur, bara allt fyrir alla. Svona eins og Íslendingurinn á sjötta glasi í útlöndum.


mbl.is Fleiri vilja vera áfram í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband