Vald frásagnarinnar - Breivik selur ekki í Orlando

Múslímskir harðlínumenn nota hryðjuverkið í Orlando til að sýna fram á mátt sinn og getu til að herja á háborg trúleysisins, Bandaríkin. Sá sem framdi voðaverkið var líklega einn að verki en gerði það í nafni spámannsins og það er nóg. Á bloggi, netmiðlum og samfélagsmiðlum munu harðlínumenn nota hryðjuverkið til að auglýsa trúarsannfæringuna að baki fjöldamorðunum.

Obama Bandaríkjaforseti virðist taka Breivik á þetta, segir sem svo að tilræðismaðurinn sé morðóður rugludallur sem fóðri morð með trúarsannfæringu. Faðir tilræðismannsins rennir stoðum undir slíka greiningu. Sá kynnir sig á You Tube-ræmum sem forseta Afganistan, hvorki meira né minna, segir Washington Post.

Breivik-lína Obama selur ekki. Ástæðan er sú að harðlínumúslímar og vaxandi hreyfing andstæðinga þeirra, sem Donald Trump er málpípa fyrir, styðja sömu frásögnina - að múslímatrú komi töluvert við sögu í ódæðinu í Orlando. 

 

 


mbl.is Hryðjuverk eða hatursglæpur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orlando, vestræn gildi og næsta stríð

Jafnrétti án tilits til kyns, kynþáttar, þjóðernis, trúar eða kynhneigðar má kenna við vestræn gildi ásamt mannréttindum á borð við tjáningarfrelsi. Önnur menningarsamfélög, til dæmis í Austur-Evrópu, Asíu, að ekki sé talað um miðausturlönd (Ísrael er undantekning), búa ekki við sambærileg mannréttindi.

Vestræn samfélög eru i veikri stöðu. Stórt vestrænt verkefni, Evrópusambandið, stendur höllum fæti, ekki síst vegna innbyrgðis átaka um efnahagsmál og viðtöku múslímskra flóttamanna. Bandaríkin loga í deilum, sem bæði sést á kynþáttóeirðum síðustu missera og forsetakosningum þar sem Trump og Sanders ráðast að valdaelítunni frá vinstri og hægri.

Sagnfræðingurinn Njáll Ferguson, stórkanóna á sinu sviði, segir Þýskaland verða undirlagt múslímum árið 2050 og talar um Evrópu sem Evrarabíu. Bandaríkin verði yfirtekin af þjóðum rómönsku Ameríku - og þau megi prísa sig sæl að það eru kristnir Mexíkóar en ekki múslímskir Marakóar sem ráða ferðinni.

Atburður eins og fjöldamorðin í Orlando auka á hnignunartilfinningu vesturlandabúa en hvetja jafnframt til sterkra viðbragða. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 fóru Bandaríkin í stríð við Írak, sem þó átti enga aðild að árásinni á tvíburaturnana í New York. Fjöldamorðin í Orlando verða hvatning til frekari stríðsreksturs í miðausturlöndum. Líkur eru á að það verði háð með Donald Trump sem forseta og í bandalagi við ESB/Nató. Markmiðið verði að skapa hófsömum múslímum lífsrými (þ. Lebensraum) í norðanverðri Afríku, t.d. Líbíu.

Morðið á Frans Ferdínand erkihertoga og Soffíu í Sarajevo sumarið 1914 var upphafið að fyrri heimsstyrjöld. Tilefni styrjalda er einn atburður en ástæða þeirra er iðulega ótti við vaxandi vanmátt. Vestræn ríki búa enn að hernaðaryfirburðum sem þau munu vilja nota í þágu varnar fyrir vestræn gildi - á meðan eitthvað er eftir af þeim.


mbl.is Stríðið gegn hinsegin fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband