RÚV: hvort kysuð þið Trump eða Hillary?

Farsakennd frammistaða RÚV í opinberri umræðu hélt áfram í kvöld. Degi fyrir forsetakosningar lýðveldisins spurðu þáttarstjórnendur frambjóðendur hvort þeir kysu heldur Donald Trump eða Hillary Clinton sem Bandaríkjaforseta.

Hvaða erindi á slík spurning í umræðu forsetaframbjóðenda? Hvers vegna ekki að spyrja hver sé uppáhalds liturinn eða hvort frambjóðendur vilji heldur te eða kaffi?


mbl.is „Enginn glæpur verið framinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halla, Öskubuska og afbrýðisömu systurnar

Halla Tómasdóttir er Öskubuskuævintýri forsetakosninganna. Fyrir skemmstu mældist hún með 2 prósent fylgi og RÚV-liðið spurði hvort hún vildi ekki bara hætta við framboðið. Núna mælist Halla með tæp 20 prósent.

Í ævintýrinu um Öskubusku voru það afbrýðisömu systurnar sem lögðu lykkju á leið sína til að gera hlut söguhetjunnar sem verstan.

Hverjar eru afbrýðisömu systurnar í íslenskri pólitík?


mbl.is Guðni með 44,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð hafði rétt fyrir sér, Guðni Th. rangt

Davíð Oddsson gagnrýndi ESB-umsókn Íslands og hann hafnaði Icesave-samningnum sem átti að liðka fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Guðni Th. Jóhannesson var í líði með vinstristjórn Jóhönnu Sig. sem sótti um aðild að ESB og vildi samþykkja Icesave.

Davíð Oddsson er maðurinn sem við þurfum á Bessastaði  að tala fyrir hagsmunum Íslands og hafa auga með landsstjórninni.

 

 


mbl.is Dómur yfir forystu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland breytist eftir Brexit

Evrópuumræðan er stærsta álitamál íslenskra stjórnmála á þessari öld. Afstaðan til ESB-umsóknar Samfylkingar og Vinstri grænna frá 16. júlí 2009 klauf þjóðina og var forsenda ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2013. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu útilokar að ESB-aðild verði á dagskrá íslenskra stjórnmála um fyrirsjáanlega framtíð.

Formleg og óformleg bandalög sem mynduðust eftir 16. júlí 2009 munu leysast upp. Pólitíska orkan sem fór í ESB-þrætuna fær útrás í öðrum viðfangsefnum. Utanríkismál víkja fyrir öðrum málefnum. 

Ísland er á þensluskeiði í efnahagsmálum og þeim fylgja vaxtaverkir, samanber umræðuna um innflutning á vinnuafli sem aftur tengist flóttamannaumræðunni. Verðbólga gæti náð sér á strik ef ekki tekst að finna jafnvægi milli skiptingar arðs fjármagns og launa.

Næstu misserin verður spurt um sjálfbærni efnahagsmála, hvort og hvernig við finnum milliveginn milli hagvaxtar og velfarnaðar. Þau pólitísku öfl sem veita trúverðugustu svörin við álitamálum um efnahagslegan vöxt annars vegar og hins vegar félagslega stöðu þjóðarheimilisins verða í mestri eftirspurn. Brexit geirneglir að sú umræða verður á forsendum fullvalda Íslands.


mbl.is Brexit: Hvað gerist næst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar kjósa fullveldi, hafna ESB

Bretar ganga úr Evrópusambandinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní 2016. Þrátt fyrir að helstu stofnanir samfélagsins, s.s. flestir stjórnmálaflokkar, samtök atvinnulífsins og ,,sérfræðingar" af margvíslegu tagi vildu að Bretar játuðust aðild að ESB þá sagði breskur almenningur nei.

Niðurstaða þjóðaratkvæðisins í Bretlandi er sigur þjóðarfullveldis yfir skrifræði, sigur vonar á ótta og almennings gegn valdaelítunni.

Sjálfstæðisdagur Breta er 23. júní.


mbl.is Vaxandi líkur taldar á Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband