Guðni Th. frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins

Stundin, málgagn vinstrimanna, segir að Guðni Th. sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til forseta.

Össur Skarphéðinsson, fyrsti formaður Samfylkingar, mun hafa kveikt á þessu fyrir viku og hvetur fólk til að kjósa Andra Snæ í stað Guðna Th.

Hvernig var þetta með grísku söguna um Trójuhestinn sem komst inn fyrir virkismúra Bessastaða?

 


Hálft Bretland í ESB, kannski allt út

Bretar eru aðeins að hálfu leyti í Evrópusambandinu. Þeir sögðu nei takk við evru um aldamótin, sem knýr samruna ESB síðustu 15 árin og eru ekki í Schengen.

Um helmingur Breta vill algjörlega skera á tengslin við ESB þótt þau séu töluvert minni en full aðild gerir ráð fyrir.

Ef Bretar jánka áframhaldandi aðild er það aðeins með hálfum hug. Hvernig sem Brexit-atkvæðagreiðslan fer þá tapar ESB.


mbl.is Kossakeðja til stuðnings ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató stundar stríðsæsingu gegn Rússlandi

Eftir hrun Berlínarmúrsins byggði Nató, undir forystu Bandaríkjanna, upp hernaðarbækistöðvar í kringum Rússland, t.d. í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum. Rússar mótmæltu en á þá var ekki hlustað. Þegar Nató í samvinnu við Evrópusambandið hugðist gera Úkraínu að leppríki brugðust Rússar við og studdu rússneskumælandi uppreisnarmenn í austurhluta landsins og lögðu undir sig Krímskaga.

Bandaríkin og Nató stunda þann áróður að varnarviðbrögð Rússa séu liður í útþenslustefnu. Aðalritari Nató, Jens Stoltenberg, sakar Rússar um tilraunir til að nota hervald í pólitískum tilgangi. Fyrrum utanríkisráðherra Belga hvetur til harðari refsiaðgerða gegn Rússum og notar orðalag - friðþægingu - um Pútin Rússlandsforseta sem á millistríðsárunum var notað um misheppnaða stefnu gegn Hitler.

Hernaðaræfingar Nató á landamærum Rússlands kalla fram varnaðarorð frá þýskum stjórnmálamönnum. Utanríkisráðherra Þýskalands hvetur Nató til að hægja á sér í stríðsæsingunni og biður um friðsamlegri samskipti.

Íslendingar eru í Nató. Við höfum aldrei átt í erjum við Rússa og ættum að leggja lóð á vogarskálar friðar og taka vara á stríðsæsingarmönnum í Brussel og Washington.


mbl.is Segir Bandaríkin eina ofurveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband