Vestrænn lífstíll og múslímar

BBC hefur eftir föður múslímska fjöldamorðingjans Omar Mateen að árásin í Orlando hafi ekkert með múslímatrú að gera. Þó gæti verið að Omar hafi sé tvo karlmenn kyssast á götu úti og það hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

Mateen's father Mir Seddique told NBC News that the incident had nothing to do with religion, but may have been triggered by the sight of a gay couple kissing in Miami.

Það kemur út á eitt. Líkt og trú er kynhneigð á vesturlöndum einkamál hvers og eins. Múslímatrú fellst ekki á vestræna veraldarhyggju. Það er vandinn.


mbl.is Sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einsetukonur og innfluttir ESB-galdrar

Til að skýra þá staðreynd að konur voru brenndar fyrir galdra í Evrópu en karlar á Íslandi er nærtækast að líta til tveggja atriða.

Í fyrsta lagi að einsetukonur þekktust ekki á Íslandi en voru algeng fórnarlömb galdraofsókna í Evrópu. Tortryggni var forsenda ásakana um galdra. Tortryggni beindist síður að konuhrói í íslenska torfbænum, sem bjó meðal manna, en einsetukerlingunni í útjaðri evrópska þorpsins.

Í öðru lagi eru galdrar innfluttir. ESB þess tíma, páfadómur, var að liðast í sundur og mótmælendur og kaþólikkar kepptust við að brenna villutrúarmenn. Stórtækustu galdrabrennumenn á Íslandi voru menntamenn sem ánetjuðust erlendri hugmyndafræði - líkt og ESB-sinnar samtímans.

Að skýra það að íslenskar konur voru síður brenndar en evrópskar með skorti á jafnrétti er álíka og að segja að helvíti sé betri staður fyrir karla en konur.

 


mbl.is Af nornabrennum og fóstureyðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband