Minni stuðningur við Guðna Th.

Stuðningur við Guðna Th. Jóhannesson minnkar við aukna umræðu og alvara færist í baráttuna um embætti forseta. Upprifjun á afstöðu Guðna Th. til stærstu mála seinni ára, s.s. Icesave, ESB-umsóknar og stjórnarskrármálsins, sýna að hann tók afstöðu með vinstristjórn Jóhönnu Sig. í þeim málum.

Guðni Th. var talsmaður sjónarmiða sem guldu afhroð við síðustu þingkosningar. Þeim fjölgar sem átta sig á pólitískri afstöðu Guðna Th. og baklandi hans og við það minnkar stuðningur við framboðið.

Búast má við frekari sviptingum áður en kjördagur rennur upp.


mbl.is Guðni Th. með 56,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðrun, fyrirgefning og auðmenn

Helstu auðmenn landsins komust undir manna hendur og fengu dóma fyrir lögbrot á tímum útrásar. Réttarkerfið vann sína vinnu og skilaði niðurstöðu. Undir venjulegum kringumstæðum ætti málið að vera afgreitt.

En það er öðru nær, eins og kemur fram í skoðanaskiptum eiginkonu eins auðmannsins, Ingibjargar Kristjánsdóttir, og Guðmundar Andra Thorssonar, sem lesa má um í Vísi.

Ein helsta ástæða fyrir skrifum í líkingu við grein Guðmundar Andra er að þótt auðmennirnir hafi fengið dóma sjást engin merki um betrun. Ekki örlar á iðrun meðal auðmannanna. Þeir tala iðulega eins og framið hafi verið á þeim dómsmorð og að samfélagið ætti að skammast sín fyrir meðferðina á þeim.

Auðmönnum finnst kannski eins og þeir hafi greitt skuld sína með afplánun. Strangt tekið er það rétt. En þegar auðmenn krefjast fyrirgefningar gleyma þeir veigamiklu atriði. Iðrun er forsenda fyrirgefningar.


Bloggfærslur 2. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband