Fasismi byrjar á uppgjöf - hver er forsetaframbjóðandi fasista?

Jón Ólafsson heimspekingur skrifar grein til að vara okkur við fasisma og stalínisma. Samkvæmt Jóni á fasismi upptök sín í smávægilegum afslætti sem við veitum frá frelsi, til dæmis tjáningarfrelsi eða akademísku frelsi. Jón segir:

Stundum eru það litlu hlutirnir, frekar en þeir stóru, sem benda til að það séu að verða breytingar í sjálfu samfélagsmunstrinu þannig að eitthvað sem áður var óhugsandi verður fyllilega mögulegt og jafnvel eðlilegt.

og

Smávægilegar breytingar í viðhorfum og talsmáta geta verið til vitnis um grundvallarbreytingar í samfélagsmunstri.

Greining Jóns er í grundvallaratriðum röng. Hvorki fasismi né stalínismi eru lúmskar breytingar sem læðast að okkur ef við höldum ekki vöku okkar. Einræðishyggja af þessum toga byrjar með uppgjöf. Rússar gáfust upp á keisaraveldinu; úr varð þjóðfélagsleg upplausn og einbeittir menn með altæka hugmyndafræði buðu lausnir sem almenningur keypti. Nasisminn í Þýskalandi byrjaði líka með uppgjöf - á Weimarlýðveldinu. Án uppgjafar Ítala á konungsveldinu hefði Mússólíni ekki náð völdum.

Hverjir eru það á Íslandi sem boða uppgjöf og ala á sundrungu? Hvaða öfl eru það á Íslandi sem boða altæka lausn á öllum vanda - inngöngu í Evrópusambandið. Jú, það eru vinstrimenn.

Eftir hrun voru það vinstrimenn á Íslandi sem kröfðust uppgjafar lýðveldisins, sem töluðu um ónýta Ísland sem þyrfti nýja stjórnarskrá og yrði að afsala sér fullveldinu.

Hver er frambjóðandi fasista til forseta lýðveldisins? 


Skuldir, skemmtun og kapítalismi

Skuldir eru ekkert gamanmál, allra síst skuldir í vanskilum. Sjónvarpsatriði þar sem þáttarstjórnandi kaupir vanskilaskuldir og afskrifar þær í beinni er skemmtiatriði í krafti þess að grimmur fáránleiki innheimtufyrirtækja er afhjúpaður.

Efnahagskerfið sem við búum við, kapítalismi, gengur mikið til út á skuldsetta neyslu. Síðustu misseri er kreppa sem birtist í tregðu almennings að taka lán og kaupa neysluvörur sem það í flestum tilfellum getur verið án. Svar kapítalismans er að gera peninga eins ódýra og mögulegt er til að fá fólk í meiri neyslu. Ef peningar án vaxta duga ekki verður peningum til þrautavara dreift úr þyrlu - í takt við hugdettu Milton Friedman.

En peningar geta aðeins í skamma stund verið ókeypis. Efnahagskerfið myndi brenna upp peningana í verðbólgu ef þeir yrðu til langframa ókeypis. Við færum aftur á stig vöruskipta ef peningar verða verðlausir.

Kapítalismi er skásta efnahagskerfið sem þekkt er. Erfitt er að sjá fyrir að lýðræði, eins og við þekkjum það, fái þrifist án kapítalisma. Kommúnismi var prófaður en brást, bæði sem efnahagskerfi og stjórnkerfi. Á miðöldum var reynt lénskerfi sem hélt samfélaginu í skorðum en byggðist á arðráni og misrétti.

Til að kapítalismi virki verða peningar að halda gildi sinu, innan eðlilegra vikmarka, og skuldir að innheimtast, aftur innan eðlilegra vikmarka. Án innheimtu á skuldum tapast gildi peninga og þar með hrynur kapítalisminn.

Það er kaldhæðni að í háborg kapítalismans, Bandaríkjunum, skuli enn ekki fundin lausn á þeim alvarlega vankanta að útgjöld einstaklinga vegna heilsubrests eru ekki neysla. Enda keypti þáttastjórnandinn John Oliver einmitt skuldir sjúklinga á hrakvirði og afskrifaði þær.

Félagslegur kapítalismi, líkt og rekinn er í Vestur-Evrópu, er snöggtum mannúðlegri en sá ameríski.

 


mbl.is Oliver sló gjafamet Opruh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband