Nató: ESB er hluti hernaðarbandalags

Aðalritari Nató, Jens Stoltenberg, segir mögulega úrsögn Breta úr Evrópusambandinu veikja hernaðarbandalagið.

Bretar eru ekki á leiðinni úr Nató og til skamms tíma var litið svo á að Nató-aðild og ESB-aðild væru hvort sinn hluturinn. En stríðsæsingar Nató gagnvart Rússlandi sýna að ESB er borgaralegur armur Nató.

Nató/ESB með Bandaríkin í forystu veit ekki á friðsamlegri alþjóðasamskipti.

 


mbl.is Allir óttast Brexit nema Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagður daufleiki: Guðni Th. felur sig á bakvið Ástþór

Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar vilja ekki að hann mæti Davíð Oddssyni einn á móti einum. Guðni Th. er með fylgið en Davíð með hugmyndirnar. Fylgið tapar í baráttunni við hugmyndir.

Þegar þeir mættust á Eyjunni snemma í kosningabaráttunni var Guðni Th. í vörn allan tímann, fyrir þær sakir að hann var á röngunni í helstu pólitísku álitamálum seinni ára - Icesave og ESB-umsókn.

Fjölmiðlar eru meðvirkir í skipulögðum daufleika þar sem allir frambjóðendur eru á sviðinu. Þar er Ástþór senuþjófurinn.


mbl.is Daufur kosningaslagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband