Bandalag ESB-sinna og Guðna Th.

Guðni Th. Jóhannesson talaði máli ESB-sinna sem sagnfræðingur. Hann gerði lítið úr árangri Íslendinga í landhelgisdeilum við Breta. Að hætti ESB-sinna sagði Guðni Th. fullveldið ,,teygjanlegt hugtak" sem er annað orðlag um að því megi farga á altari Evrópusambandsins.

ESB-sinnar verðlauna Guðna Th. fyrir unnin störf í þágu málstaðarins með stuðningi við forsetaframboð hans.

Þekktir ESB-sinnar úr röðum Samfylkingar og Viðreisnar styðja framboð Guðna Th. opinberlega. Greining á fylgi Guðna Th. sýnir að hann fær síst stuðning kjósenda þeirra flokka sem einarðastir eru á móti ESB-aðild, þ.e Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 

 


mbl.is Gott að vera yfir í hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband