Þegar Samfylkingin svindlaði á lýðræðinu

Í Bretlandi er spurt í þjóðaratkvæðagreiðslu: „Ætti Bretland að vera áfram í Evrópusambandinu eða segja sig úr Evrópusambandinu?“

Spurningin er skýr og hægt að svara henni afdráttarlaust.

Þegar Samfylkingin hratt ESB-ferlinu úr vör, haustið 2002, voru flokksmenn spurðir eftirfarandi spurningar:

Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?

Spurningin fengi verðlaun í samkeppni um undirferli og fláttskap. Það er ekki hægt að svara henni afdráttarlaust. Þeir sem vildu segja nei við spurningu Samfylkingar voru settir í þá stöðu að vera á móti skilgreiningum, á móti viðræðum og á móti þjóðaratkvæðagreiðslum.

Samfylkingin svindlaði á lýðræðinu árið 2002 og er ónýtur flokkur 2016.


mbl.is Brexit: Kosið eftir tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mikið rétt. Undirferli einkennir allar gerðir Samfóista. Annað dæmi er þegar drög að stjórnarskrá voru sett í þjóðaratkvæði, þá vissi enginn um hvað var verið að spyrja. Fólk sagði bara JÁ, svona til vonar og vara. Vildu þó halda ákvæði um þjóðkirkjuna inni.

Nú vill helmingur þjóðarinnar kjósa þann sem lýst hefur sig trúlausan sem verndar þjóðkirkjunnar. Hvað á maður að halda?

Ragnhildur Kolka, 21.6.2016 kl. 16:37

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, spurningin hjá Bretunum er: "Should the United Kingdom remain a member of the European Union or leave the European Union?"
Þetta er tvíræð spurning. Þar sem svarið er "Já" eða "Nei" gæti hugsandi fólk hugsað sem svo: "Ef ég merki við Já er ég þá að kjósa með áframhaldandi veru í EU (fyrri hluti spurningarinnar) eða að yfirgefa EU (seinni hluti spurningarinnar". Skrýtið að þeir skuli orða þetta svona, tæknilega séð.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.6.2016 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband