Íslenskir vinstrimenn: þróunaraðstoð til Evrópu

Íslenskir vinstrimenn vilja núna bæta Evrópu á lista yfir þróunarríki sem veita þurfi aðstoð vegna ,,óásættanlegra aðstæðna" í álfunni. Fyrir skemmstu vildu sömu vinstrimenn að Ísland yrði hluti af ESB, bandalagi evrópskra meginlandsríkja.

Vinstrimenn á Íslandi virðast ekki vita að Evrópusambandið bjó til ,,óásættanlegar aðstæður" með því að bjóða velkomna pólitíska og efnahagslega flóttamenn frá miðausturlöndum og Norður-Afríku.

Eigum við ekki að leyfa Evrópusambandinu að ráða fram úr heimatilbúnum vanda? Þróunaraðstoð ætti fremur að veita þeim sem virkilega þurfa á henni að halda.


mbl.is Taki betur á móti hælisleitendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-þráhyggja Baldurs

Yfirvegaðir og þokkalega greindir álitsgjafar eins og Martin Feldstein segja ofmetnað Evrópusambandsins hafa knúið Breta til útgöngu. Breskir fjölmiðlar ígrunda næstu skref Bretlands eftir Brexit. Róttækir breskir álitsgjafar setja aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, fram sem baráttumál um leið og þeir fagna hruni nýfrjálshyggju.

En hér heima sitja menn eins og prófessor Baldur Þórhallsson í fílabeinsturni og klappa þann stein að Bretar séu ekkert á leiðinni út úr Evrópusambandinu.

Brexit er pólitísk staðreynd. Bretland er á leið úr Evrópusambandinu. Umræðan á meginlandi Evrópu gengur út á að bregðast við póltískum staðreyndum. Á Íslandi keppast sumir við að stinga höfðinu í sandinn og afneita staðreyndum.


mbl.is Ekki víst að Bretar fari úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband