Nató-sameining VG og Samfó

Fyrrum formaður norska Verkamannaflokksins verður framkvæmdastjóri Nató og þess vegna ættu vinstrimenn á Íslandi að sameinast, segir fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra fyrstu og einu vinstristjórnar lýðveldisins.

Katrín Jakobsdóttir formaður VG er sjálfkjörinn formaður Nató-flokks vinstrimanna enda Árni Páll Árnason í hægrihugleiðingum og óvinsæll eftir því.

Fróðlegt.


mbl.is Gott að fá Stoltenberg til NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntapæling Margrétar Pálu

Menntun gerir manninn ekki meiri, skrifaði Páll Skúlason heimspekingur, heldur að meira manni. Hugsunin er að menntun, sem fæst hvorttveggja í skólum og utan þeirra, geri einstaklinginn hæfari til að vera sjálfum sér trúr - meira maður.

Margrét Pála Ólafsdóttir skólafrömuður skrifar menntapælingu sem ekki tekur mið af skilgreiningu Páls Skúla á menntun heldur hinni almennu: að menntun sé ávísun á starfsframa.

Hugur Margrétar Pálu eru hjá þeim sem falla ekki inn í normið, standa sig illa í skóla, t.d. vegna þess að bóknámið fellur ekki eða getu eða áhuga.

Er vellaunaður gröfustjóri ekki í betri málum en atvinnulaus mannfræðingur? spyr Margrét Pála.

Jú, ef launin kaupa hamingju.


ESB-aðild er afgangsstærð, líka meðal ESB-sinna

Þeir sem gefa sig upp sem ESB-sinna/viðræðusinna/kíkja-í-pakkann-sinna tefla yfirleitt fram tvennum rökum. Í fyrsta lagi að Íslendingar geti ekki staðið á eigin fótum og í öðru lagi að við græðum á aðild (lægri vextir, ódýrari matvara o.s. frv.)

Afar sjaldan heyrast þau rök að Ísland eigi erindi í ,,Evrópu-verkefnið" sem svo er kallað á meginlandinu með tilheyrandi sögulegum tilvísunum í sambúðarvanda þjóða álfunnar. Hugmyndin um ,,Evrópu-verkefnið" er framandi Íslendingum enda ekki í neinn sögulegan sambúðarvanda að vísa í. Þær tvær innrásir sem íslensk saga geymir, Tyrkjaránið 1627 og hernám Breta 1940, eru léttvægar í samanburði við ófriðarsögu meginlandsins.

Ísland var lengi einangruð hjálenda evrópsks smáríkis. Söguleg arfleifð þess tímabils er óbeit á erlendum yfirráðum og andstyggð á fyrirætlunum að flytja forræði íslenskra mála til meginlands Evrópu.

Í skoðanakönnunum um Evrópumál er staðfesta aðspurðra mæld með því að spyrja hvort fólk sé mjög hlynnt/andvígt aðild eða fremur hlynnt/andvígt. Á þann mælikvarða skora andstæðingar mun hærra þar sem afstaða þeirra til málsins er eindrægnari en ESB-sinna.

ESB-sinnar áttu flokk og eiga enn, Samfylkinguna, sem í pólitíska litrófinu er miðvinstriflokkur. Við síðustu þingkosingar var Samfylkingin eini flokkurinn sem bauð fram aðild að Evrópusambandinu sem lausn á almennir pólitískri og efnhagslegri stöðu landsins. Aðeins 12,9 prósent þjóðarinnar studdi Samfylkinguna. En þó sýna mælingar að allt að þriðjungur þjóðarinnar vill ESB-aðild.

Samantekið: ESB-aðild er aukaatriði í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem í orði kveðnu eru hlynntir aðild setja Evrópumál neðarlega í forgangsröð pólitískra málefna. Af þessu má ráða að stofnun flokks um ESB-aðild yrði aðeins til þess að auglýsa veikleika ESB-sinna.


Peningar, hrátt vald og pólitískar staðreyndir

Úkraína er ruslríki með ónýta innviði og íbúa sem vilja hver í sína áttina, helftin til Evrópusambandsins en hin til Rússlands. Peningar munu spila rullu en hrátt vald og pólitískar staðreyndir trompa venjulega fjármuni.

Gamalreyndir andstæðingar kommúnista, t.d. Pólverjinn Adam Michnik, óttast að ný öld einræðisseggja renni í garð með Pútín í fararbroddi. Aðrir, ekki síður virtir, t.d. Helmut Schmidt, segja Pútin í rétti að verja rússneska hagsmuni í Krím og Úkraínu.

Ómögulegt er að segja til um hvernig togstreitunni um  Úkraínu lýkur. Hitt má segja með meiri vissu að tími valdaþjarks á meginlandi Evrópu verður viðvarandi um fyrirsjáanlega framtíð. Uppgjörið um Úkraínu er hluti af fyrstu meiriháttar uppstokkun í öryggismálum álfunnar frá hruni Berlínarmúrsins fyrir aldarfjórðungi.


mbl.is Úkraína fær fjárhagsaðstoð frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar eru meinsemd, lýðræðisvæðum peningakerfið

Bankar búa til peninga með útlánum án þess að eiga innistæðu á móti. Bankar og eigendur þeirra eru aðalástæða hrunsins. Bankar búa til verðbólgu með óhóflegum útlánum. Bankar valda óstöðuleika á vinnumarkaði og efnahagskerfinu með því að þeir eru leiðandi í launaskriði.

Tími er kominn til að gera róttæka uppstokkun á bankakerfinu til að koma í veg fyrir óstöðugleika. Við erum í dauðafæri að afnema rétt banka til að búa til peninga með útlánum og eigum að stíga það skref.

Frosti Sigurjónsson fer fyrir nefnd sem gerir úttekt á peningakerfinu. Lýðræðisvæðing peningakerfisins, með því að myntsláttuhagnaður verðir allur hjá almannastofnun, eins og Seðlabankanum, en ekki einkabönkum, er nauðsynleg aðgerð til að skapa stöðugleika til lengri tíma og sníða af öfgar bankastarfseminnar.


mbl.is Á móti launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andríki leiðréttir Gísla Martein

Gísli Marteinn Baldursson er samfylkingarvæddur sjálfstæðismaður og hrökklaðist sem slíkur úr borgarstjórnarpólitík. Hann útskýrir lélegt gengi Sjálfstæðisflokksins í borginni ekki með ESB-sinna í oddvitasæti.

Nei, samkvæmt, Gísla Marteini er ástæðan bílamenning, úthverfi og flugvöllur. 

Andríki leiðréttir Gísla Martein með því að setja fylgisfall Sjálfstæðisflokksins í samhengi við hrunið annars vegar og hins vegar Icesave-uppgjöf forystunnar. Trúverðuleikavandi Sjálfstæðisflokksins er að hann um of hallur undir samfylkingarpólitík.

Greining Andríkis er all nokkru trúverðugri en Gísla Marteins.


Ríkisstjórn efnda, ábyrgðar og verka

Stærsti árangur ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er samheldnin annars vegar og hins vegar stöðug stefna í ólgusjó eftirhrunsstjórnmálanna. Í öllum meginatriðum er ríkisstjórnin búin að efna kosningaloforð sín, að því gefnu, auðvitað, að ESB-umsókn verði afturkölluð í vor.

Stjórnarandstaðan lék þann leik að ýkja úr hófi kosningaloforð stjórnarflokkanna, einkum Framsóknarflokksins, til að herja á flokkinn vegna meintra svika. Þetta er sama aðferðin og notuð er á Sjálfstæðisflokkinn í ESB-málinu.

Með því að efna kosningaloforð um aðstoð við skuldsett heimili er ríkisstjórnin komin á traustan grunn í stóru kosningamáli. Ábyrg pólitík og sú stefna að láta verkin tala verður ríkisstjórninni til  farsældar.


mbl.is „Stærstu efndir Íslandssögunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og lág verðbólga fara saman

Krónan hvorki veldur verðbólgu né heldur henni niðri. Ríkisfjármálin skipta höfuðmáli fyrir verðbólguna, almenn efnahagsstjórn er í öðru sæti og vextir Seðlabanka reka smiðshöggið.

Í tvo mánuði í röð er verðbólgan ,,normal" á Íslandi. Ekki er sjálfgefið að svo verði áfram. Kjarasamningar sem ekki er innistæða fyrir gætu vakið til lífs verðbólgudrauginn á ný.

Lág verðbólga er traust undirstaða fyrir batnandi lífskjör.


mbl.is Verðbólgan 2,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanínan í hatti ráðherra er sprengja

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra gat samið við kennara fyrir verkfall um ca. 7 prósent launahækkun, þ.e. 3 prósent sem kennarar höfnuðu í fyrra til að liðka fyrir innleiðingu nýrrar námskrár og þau 2,8 prósent sem almennt bjóðast. Að auki hefði ráðherra þurft að standa betur að fjármögnun framhaldsskólanna.

En þetta var fyrir verkfall. Þegar kennarar eru komnir í verkfall vilja þeir ná fram þeirri launaréttréttingu sem þeir eiga inni, 17 prósent, til að standa jafnfætis öðrum háskólastéttum í vinnu hjá ríkinu.

Illugi taldi sig töframann sem gæti án málefnalegs rökstuðnings galdrað fram styttingu framhaldsskólans, sem vel að merkja engin eftirspurn er eftir, um leið og hann samdi við kennara. Styttingin eru dautt mál enda hvergi til í útfærslu.

Í töfrahatti ráðherra var ekki styttingarkanína heldur sprengja sem tortímir launastefnunni, sem sátt náðist um á almennum vinnumarkaði.

Vel af sér vikið, Illugi Gunnarsson.


mbl.is „Það er þungt í okkur hljóðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goðsögnin um ,,sæti við borðið"

Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu yrði atkvæðisréttur landsins í ráherraráðinu 0.06%. Bretland, sem stærðar sinnar vegna er með margfalt meira vægi en Ísland, fær ekki málum sínum framgengt í Evrópusambandinu.

Samt segja ESB-sinnar hér á landi að miklu skipti að Ísland fái ,,sæti við borðið" þar sem ákvarðanir eru teknar.

,,Sæti við borðið" yrði ekki þágu íslensku þjóðarinnar, sem væri algerlega áhrifalaus. En kannski myndu íslenskir stjórnmála- og embættismenn njóta setunnar við háborðið í Brussel. Og ætli refirnir séu ekki til þess skornir að búa til bitlinga handa útvöldum hvað sem líður hagsmunum almennings.


mbl.is Höfnun Breta engu skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband