Björn: 1000 svartstakkar Þorgerðar Katrínar

Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur senda flokksfélögum á landsfundum Sjálfstæðisflokksins kaldar kveðjur með skammaryrðum. Björn skrifar

Eitt er að verða undir á fundi sem á annað þúsund manns sækja annað að  hallmæla þeim sem menn eru ósammála með skammaryrðum. Það bendir ekki til þess að menn hafi trú á eigin málstað þegar gripið er til þess ráðs að útmála þá sem menn eru ósammála á þann veg sem heyra mátti í sjónvarpsfréttunum.

Björn spyr hvað vaki fyrir RÚV að leita uppi þá fáu sjálfstæðismenn sem vilja Ísland inn í Evrópusambandið, - en skv. mælingum eru þeir um tíu prósent kjósenda flokksins og sennilega í enn minni minnihluta í flokknum sjálfum.


mbl.is Frjálslynda fólkið að yfirgefa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugafylgi Þorgerðar Katrínar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtalsþætti Gísla Marteins að flokkurinn hefði í stórtapað fylgi vegna andstöðu við að Ísland verði ESB-ríki.

Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 26,7 prósent fylgi. Eini flokkurinn sem er fylgjandi ESB-aðild er Samfylkingin, sem hlaut 12,9 prósent fylgi.

Þorgerður Katrín verður að útskýra hvað varð um ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum enda getur ekki verið að þeir hafi kosið Samfylkinguna. 


Verðbólga á Austurvelli - um 2700 mótmæltu

Jón Steinar Ragnarsson fór ítarlega yfir gögn um mótmælafundinn á Austurvelli í gær. Hans niðurstaða er að um 2700 manns hafi mætt í þágu vinstriflokkanna.

Talsmenn Samfylkingar og ESB-sinna segja að 6000 til 8000 manns hafi mætt. Það einfaldlega stenst ekki.

Ríkisstjórnin þarf að gera upp við sig hvort 2700 manna mótmæli eigi að hrekja hana af leið í stórpólitísku meginmáli.


Vinstriflokkarnir ætla sér völdin í skjóli upplausnarástands

Ekki er eitt ár síðan þjóðin kaus sér nýjan meirihluta á alþingi og afþakkaði þar með meirihluta  VG (10,9%) og Samfylkinguna (12,9&). Vinstriflokkarnir róa núna að því öllum árum að ógilda kosningarnar vorið 2013.

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar sagði ríkisstjórnina ólögmæta í sjónvarpsviðtali í byrjun vikunnar og þar með var tóninn gefinn. Illugi Jökulsson krafðist þess í gær að ríkisstjórnin ætti að segja af sér og fleiri vinstrimenn taka undir.

Í orði kveðnu er meginkrafa vinstriflokkana að það verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um afturköllun ESB-umsóknar, sem var send til Brussel í tíð síðustu ríkisstjórnar - vel að merkja án þjóðaratkvæðagreiðslu. Fræðimaður og fyrrum samningamaður við ESB, Björg Thorarensen, segir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna pólitískt ómögulega.

Í reynd snýst upphlaup vinstriflokkanna síðustu daga ekki nema að takmörkuðu leyti um ESB-umsóknina. Atlagan snýst um töpuð völd vinstrimanna. Vinstriflokkarnir ætla sér að steypa ríkisstjórninni af stóli sem byggir á lýðræðislega kjörnum meirihluta á alþingi. Til að ná markmiði sínu reyna vinstrimenna að skapa upplausnarástand í þjóðfélaginu.

 

 


mbl.is Þjóðaratkvæði ekki heillavænlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband