Gyðingahermenn í þjónustu Hitlers

Gyðingahermenn börðust við hlið Þjóðverja gegn sovéska hernum í seinni heimsstyrjöld á sama tíma og trúbræður þeirra og systur var skipulega útrýmt af Þjóðverjum. Þrír úr hersveitum gyðinganna fengu til að mynda járnkrossinn, æðsta heiðursmerki þýska hersins.

Gyðingarnir, sem um ræðir, eru finnskir. Finnland var í bandalagi með Þýskalandi í seinni heimsstyrjöld en sameiginlegur óvinur þeirra var Sovétríkin. Í umfjöllun Telegraph er sagt frá þessu bandalag finnskra gyðinga, sem raunar litu fyrst og fremst á sig sem Finna, og Þjóðverja.

Þjóðverjarnir létu sér vel líka að berjast með finnsku gyðingunum og sýndu foringjum þeirra tilhlýðilega virðingu. Sögunni um finnsku gyðingana í bandalagi með Hitlers-Þýskalandi er ekki flíkað af skiljanlegum ástæðum; hún gengur þvert á frásögnina um helförina þar sem Þjóðverjar myrtu með köldu blóði sex milljónir gyðinga.


Minnihlutinn kúgar ekki meirihlutann

Samfylking (12,9%) er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Formaður flokksins er svo illa gáttaður eftir pólitískar hrakfarir sl. vor að hann reynir að gera jafnaðarmannaflokkinn, sem Samfylkingin var stofnuð til að vera, að frjálshyggjuflokki.

VG (10,9%) er næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Þingmenn flokksins hafa verið afhjúpaðir við að brjóta eiðstaf, sem þingmenn gefa að viðlögðum drengskap, og kosið gegn sannfæringu sinni í þágu pólitískra hrossakaupa.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar getur ekki beygt sig fyrir þeirri pólitísku ruslahrúgu sem stjórnarandstaðan á alþingi er. Pólitískt og siðferðilegt lögmæti ríkisstjórnarinnar er í húfi enda ESB-málið algert prinsippmál. 


mbl.is Fundur formanna fyrirhugaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningar, lýðræði og rök

ESB-sinni í blaðamannastétt skrifar að ríkisstjórnin ætti ekki að afturkalla ESB-umsóknina vegna þess að málið ,,snertir mjög sterkan tilfinningastreng aðildarsinna á Íslandi." Málstaður ESB-sinna byggir ekki lengur á hlutlægum rökum heldur tilfinningasemi.

ESB-sinnar sýndu ekki mikla tilfinningasemi eða hluttekningu þegar þeir þann 16. júlí 2009 sendu umsókn til Brussel án þess að spyrja þjóðina og án þess að hafa raunverulegan þingmeirihluta

Þjóðin gekk til alþingiskosninga fyrir tíu mánuðum og valdi meirihluta sem er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu að stöðva ESB-ferlið. Núna er komið að því að alþingi leiðrétti lýðræðisbrestinn sem varð 16. júlí fyrir fimm árum og afturkalli umsóknina sem átti aldrei að senda til Brussel. 


mbl.is Evrópumálin tekin fyrir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsigur ríkisstjórnarinar (sem enginn tók eftir)

ESB-mótmæli vinstriflokkanna náðu hámarki fyrir viku, þegar um 2700 manns mættu á Austurvöll; í fyrradag voru þeir ekki nema rúmlega þúsund. Fyrir viku var reynt að búa til stemningu um að ríkisstjórnin ætti að segja af sér vegna málsins - en sú krafa datt niður dauð.

Bæði Guðmundur Gunnarsson og Illugi Jökulsson, sem var ræðumaður fyrir viku á Austurvelli, gerðu kröfu um afsögn ríkisstjórnarinnar en orð þeirra féllu í grýttan jarðveg. Illugi varð svo um fátæklegar viðtökur kröfunnar að hann lagðist svo lágt að hjóla í einstaka þingmenn.

Ríkisstjórnin er með umboð meirihluta alþingis, sem var kosið fyrri tíu mánuðum. Í þeim kosningum fengu vinstriflokkarnir skelfilega útreið; ESB-flokkurinn sjálfur, Samfylkingin hlaut 12,9% stuðning. Upprifjun á svikum þingmanna VG við sannfæringu sína og kjósendur þegar umsóknin var send til Brussel fyrir fimm árum án þjóðaratkvæðagreiðslu jók ekki stuðninginn við frekjumótmælin á Austurvelli.

Atlagan að ríkisstjórninni mistókst vegna þess að ESB-sinnar áttu ekki innistæðu fyrir henni. Þjóðin tók í almennum þingkosningum þá ákvörðun fyrir tíu mánuðum að leiða til valda meirihluta flokka sem andvígir eru aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Báðir stjórnarflokkarnir buðu fram undir þeim formerkjum að aðildarferlinu inn í ESB skyldi hætt. Mótmæli gegn ótvíræðri niðurstöðu þingkosninga eru samkvæmt skilgreiningu minnihlutaafstaða. Og meirihlutinn á alþingi var ekki kosinn til að framfylgja stefnu minnihlutans.

 


mbl.is Boðað til mótmæla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband