Viðskiptaráð vill kljúfa Sjálfstæðisflokkinn

Sérhagsmunaöfl innan Viðskiptaráð vilja halda lífi í ESB-umsókninni fram að næstu kosningum og hóta þá að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn til að hann standi ekki í vegi fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fjársterkir aðilar innan ESB-sinna ætla sér að kaupa stjórnmálaöfl til liðs við baráttu sína. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, er með veður af þreifingum í þessa átt og skrifaði þess vegna makalausa grein í Fréttablaðið þar sem hann falbýður Samfylkinguna (12,9%) sem frjálshyggjuflokk.

Tilraunum aðila innan Viðskiptaráðs til að kaupa sér völd og áhrif verður aðeins mætt með samstöðu um að bæta fyrir lýðræðisbrestinn frá 16. júlí 2009 og afturkalla ESB-umsóknina.


mbl.is Telur ekki rétt að slíta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV skilur ekki ensku

í hádegisfréttum reyndi RÚV enn og aftur að þjóna málstað ESB-sinna sem vilja halda lífi í ESB-umsókn Samfylkingar frá síðasta kjörtímabili. Hlutdrægni RÚV er staðfest með mælingum en hitt var ekki öllum ljóst að enskukunnátta á RÚV er fyrir neðan alla hellur.

Í frétt Euractive, sem sérhæfir sig í Evrópusambandsmálum, er fjallað um stöðu ESB-umsóknarinnar í kjölfar heimsóknar Sigmundar Davíðs forsætisráðherra í sumar. Þar segir:

It is in the interest of the EU and Iceland that the decision is taken on the basis of proper reflection, and in objective, serene manner,” the Commission president stated.
But Barroso insisted that the Union expected Iceland to make up its mind fast.
“The clock is ticking, and it is in the shared interest of us all, that this decision is taken without further delay. We hope that this debate in Iceland will provide us with clear indications on the way ahead,” he said.

Forseti framkvæmdastjórnarinnar, Barroso, segir sem sagt að það sé beggja hagur að tekin sé ákvörðun fyrr heldur en seinna um framhald umsóknarinnar. ,,Klukkan tifar," segir Barroso um mitt sumar 2013 og vill ekki tefja hléið sem Samfylking og VG gerðu á ferlinu mikið lengur.

En klukkan tifar ekki hjá fréttastofu RÚV sem kann ekki ensku og stingur hausnum í sandinn þegar fréttir neikvæðar málstað ESB-sinna komast á kreik.


Björg styður málflutning Bjarna og Sigmundar Davíðs

Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti og varaformaður samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu á síðasta kjörtímabili tekur undir málflutning forystumanna ríkisstjórnarinnar, þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um stöðuna í Evrópumálum.

Björg bendir á að alþingi sem kosið var síðast liðið vor er ekki bundið af ákvörðunum þingsins sem var við völd 2009 til 2013. Enn síður er hægt að krefjast þess að þjóðaratkvæðagreiðsla um einstaka afgreiðslu núverandi stjórnarmeirihluta, líkt og afturköllun ESB-umsóknar meirihluta Samfylkingar og VG frá síðasta kjörtímabili.

Þjóðaratkvæðagreiðsla í okkar stjórnskipun er neyðarhemill sem forseti Íslands nýtti í tvígang á síðasta kjörtímabili til að þjóðin fengi beina aðkomu að Icesave-samningum við Breta og Hollendinga.

Að óbreyttri stjórnskipun er aðeins ein regluleg þjóðaratkvæðagreiðsla raunhæf og það er kosning til alþingis á fjögurra ára fresti eða skemur.

Þjóðaratkvæðagreiðsla til að ómerkja niðurstöðu þingkosninga leiðir aðeins til pólitískrar upplausnar og samfélagslegrar skálmaldar.


Pólitískur ómöguleiki Össurar

Össur Skarphéðinsson gerði á tíð sinni sem utanríkisráðherra Jóhönnustjórnarinnar fríverslunarsamning við Kína sem allir vissu að yrði felldur niður ef Ísland yrði aðili að ESB.

Össur vakti kátínu á blaðamannafundi með Stefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins þegar íslenski utanríkisráðherrar bað um skapandi lausnir til að Ísland fengi varanlegar undanþágur frá regluverki ESB - en Füle sagði það ekki hægt.

Össur skilur það hvorki á íslensku né útlensku að 300 þúsund manna þjóð fær hvorki varanlegar undanþágur né marktækar sérlausnir frá reglur sambands sem telur 28 þjóðir og 500 milljónir íbúa.

Pólitískur ómöguleiki Össurar er að hann skilur ekki pólitískan veruleika.


mbl.is Undanþágur hreinir draumórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband