Ríkisstjórn efnda, ábyrgðar og verka

Stærsti árangur ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er samheldnin annars vegar og hins vegar stöðug stefna í ólgusjó eftirhrunsstjórnmálanna. Í öllum meginatriðum er ríkisstjórnin búin að efna kosningaloforð sín, að því gefnu, auðvitað, að ESB-umsókn verði afturkölluð í vor.

Stjórnarandstaðan lék þann leik að ýkja úr hófi kosningaloforð stjórnarflokkanna, einkum Framsóknarflokksins, til að herja á flokkinn vegna meintra svika. Þetta er sama aðferðin og notuð er á Sjálfstæðisflokkinn í ESB-málinu.

Með því að efna kosningaloforð um aðstoð við skuldsett heimili er ríkisstjórnin komin á traustan grunn í stóru kosningamáli. Ábyrg pólitík og sú stefna að láta verkin tala verður ríkisstjórninni til  farsældar.


mbl.is „Stærstu efndir Íslandssögunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan og lág verðbólga fara saman

Krónan hvorki veldur verðbólgu né heldur henni niðri. Ríkisfjármálin skipta höfuðmáli fyrir verðbólguna, almenn efnahagsstjórn er í öðru sæti og vextir Seðlabanka reka smiðshöggið.

Í tvo mánuði í röð er verðbólgan ,,normal" á Íslandi. Ekki er sjálfgefið að svo verði áfram. Kjarasamningar sem ekki er innistæða fyrir gætu vakið til lífs verðbólgudrauginn á ný.

Lág verðbólga er traust undirstaða fyrir batnandi lífskjör.


mbl.is Verðbólgan 2,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanínan í hatti ráðherra er sprengja

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra gat samið við kennara fyrir verkfall um ca. 7 prósent launahækkun, þ.e. 3 prósent sem kennarar höfnuðu í fyrra til að liðka fyrir innleiðingu nýrrar námskrár og þau 2,8 prósent sem almennt bjóðast. Að auki hefði ráðherra þurft að standa betur að fjármögnun framhaldsskólanna.

En þetta var fyrir verkfall. Þegar kennarar eru komnir í verkfall vilja þeir ná fram þeirri launaréttréttingu sem þeir eiga inni, 17 prósent, til að standa jafnfætis öðrum háskólastéttum í vinnu hjá ríkinu.

Illugi taldi sig töframann sem gæti án málefnalegs rökstuðnings galdrað fram styttingu framhaldsskólans, sem vel að merkja engin eftirspurn er eftir, um leið og hann samdi við kennara. Styttingin eru dautt mál enda hvergi til í útfærslu.

Í töfrahatti ráðherra var ekki styttingarkanína heldur sprengja sem tortímir launastefnunni, sem sátt náðist um á almennum vinnumarkaði.

Vel af sér vikið, Illugi Gunnarsson.


mbl.is „Það er þungt í okkur hljóðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goðsögnin um ,,sæti við borðið"

Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu yrði atkvæðisréttur landsins í ráherraráðinu 0.06%. Bretland, sem stærðar sinnar vegna er með margfalt meira vægi en Ísland, fær ekki málum sínum framgengt í Evrópusambandinu.

Samt segja ESB-sinnar hér á landi að miklu skipti að Ísland fái ,,sæti við borðið" þar sem ákvarðanir eru teknar.

,,Sæti við borðið" yrði ekki þágu íslensku þjóðarinnar, sem væri algerlega áhrifalaus. En kannski myndu íslenskir stjórnmála- og embættismenn njóta setunnar við háborðið í Brussel. Og ætli refirnir séu ekki til þess skornir að búa til bitlinga handa útvöldum hvað sem líður hagsmunum almennings.


mbl.is Höfnun Breta engu skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband