Árna Páli hafnað af samfylkingarfólki

Samfylkingarfólk treystir formanni VG, Katrínu Jakobsdóttur, betur en eigin formanni. Árni Páll Árnason stefnir Samfylkingunni í átt að frjálshyggju en fær ekki undirtektir meðal flokksmanna.

Árni Páll leitaði hófanna hjá ESB-sinnum í Sjálfstæðisflokknum um pólitískt bandalag. Ekki er eftir miklu að slægjast þar. Síðustu mælingar sýna að um 3 til 4 prósent  sjálfstæðismanna styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fátt um fína drætti hjá Árna Páli.


mbl.is Treysta Ólafi Ragnari og Katrínu best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla 2009 - pólitísk handjárn

Þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi að send yrði umsókn um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009. Samfylkingin þjösnaði þeirri umsókn í gegnum alþingi og forysta VG lagði þingmenn sína í pólitísk handjárn til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er falskur tónn í kröfu Samfylkingar og VG að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um afturköllun ESB-umsóknar fimm árum eftir að hún fór umboðslaus frá alþingi.

Sérstaklega er ámælisvert að þinglið VG hafi í frammi slíka kröfu, - í ljósi þess hvernig um hnútana var búið 16. júlí 2009.


mbl.is Ögmundur hótaði úrsögn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun, rekstur og rugl

Fréttir um að Menntaskólinn Hraðbraut boði endurkomu sína í skólasamfélagið vekja hroll. Skólanum var lokað á sinum tíma vegna þess að pottur var brotinn bæði í faglegum rekstri og í fjármálum skólans. Í frétt RÚV frá sumrinu 2012 segir frá skýrslu Ríkisendurskoðunar

Samkvæmt því var margt athugavert við reksturinn eins og að Hraðbraut hafi fengið 192 milljónir króna frá ríkinu umfram það sem honum hafi borið á árunum 2003 til 2009. Skólinn hafi greitt 82 milljóna króna arð til eigenda á sama tíma og auk þess hafi aðilar sem tengdust rekstrinum fengið 50 milljóna króna lán.

Ríkið getur ekki í einu orðinu hvatt til aðhalds og skynsemi í meðferð opinberra fjármuna en í hinu borgað með rekstri sem sannanlega heldur ekki máli.

Skólastarf, þar sem arður til einkaaðila er í fyrirrúmi, er ekki rétta áherslan í menntastefnu stjórnvalda.


mbl.is Vill bjóða Hraðbraut á ný í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin stöðug í afstöðunni til ESB-aðildar

Sambærilegar kannanir Capacent yfir lengri tíma sýna sömu niðurstöðu þjóðarinnar til ESB-aðildar; öruggur meirihluti er á móti því að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Ríkisstjórnin verður að endurspegla þennan vilja þjóðarinnar og afturkalla ESB-umsóknina sem fór umboðslaus til Brussel fyrir fimm árum.

Ríkisstjórnin er ekki bundin af vilja þess alþingis sem samþykkti að senda umsókn til Brussel 16. júlí 2009 og getur sem best afturkallað umsóknina án atbeina þingsins.


mbl.is Óbreytt afstaða til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband