Norðurslóðir forgangsmál stórveldanna

Skipan helsta sérfræðings Rússa í málefnum norðurslóða í sendiherraembætti á Íslandi staðfestir að landið er komið í þjóðbraut alþjóðastjórnmála.

Auðlindir fyrir norðan okkur og auknar siglingar vegna minni ísa stóreykur mikilvægi þessa heimshluta.

Íslendingar ættu að stórauka samvinnu við Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn til að mæta ásókn stórveldanna.


mbl.is Vasiliev næsti sendiherra Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaflokkur Þorsteins Pálssonar

Með eða án vilja Þorsteins Pálssonar er skipulega kannað hvort fylgi sé við stjórnmálaflokki með hann sem formann.

Þorsteinn hlýtur að svara því hvort hann sé þátttakandi í þessari nýstárlegu tilraun til að stofna stjórnmálaflokk.

Þorsteinn og félagar hans í fámenna hópi ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum er búnir að brenna allar brýr að baki sér í flokknum með því að taka saman við Samfylkinguna í skipulegri aðför að formanni Sjálfstæðisflokksins.


Pawel og pólska paranójan

Pólverjar óttast Rússa frá gamalli tíð. Landvinningar Rússa í Úkraínu gera Pólverja dauðskelkaða enda óttast þeir að Pólland verði næst. Aðrir á meginlandi Evrópu, t.d. Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Þýskalands, sýna Rússum skilning og vara við ofsóknarkenndum viðbrögðum.

Pawel Bartoszek er pólskættaður Íslendingur sem sér Pútín sem herskáan einræðisherra og skammar forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, að dempa gagnrýni á Pútín en ber lof á Gunnar Braga utanríkisráðherra að sækja Úkraínu heim og sýna fórnarlömbum Pútíns stuðning.

Í Úkraínu, eins og alþjóð veit, takast tvö stórveldi á um áhrifasvæði; Evrópusambandið annars vegar og hins vegar Rússland. 

Pawel er ötull talsmaður þess að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ísland á hinn bóginn á ekki aðild að valdastreitu stórveldanna á meginlandi Evrópu. 

Það er ekki í þágu íslenskra hagsmuna að Ísland verði aðili að átökum meginlandsþjóðanna - hvort sem pólska paranójan á rétt á sér eða ekki.

 


mbl.is Ekki á leið inn í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband