Vinstripólitík; í einum flokki en í frambođi fyrir annan

Gísli Baldvinsson er félagi í Samfylkingunni en ćtlar í frambođ fyrir annan flokk í Kópavogi. Formađur Samfylkingar í Kópavogi bađ Gísla ađ segja sig úr flokknum og vísađi til flokkslaga. Gísli neitađi.

Vinstrimenn ómerkja pólitískt starf međ ţví ađ stofna fleira en eitt pólitískt frambođ utan um sama hóp frambjóđenda, sbr. Bjarta framtíđ og anga af sama tagi.

Dulargervin sem vinstrimenn klćđast rugla bćđi kjósendur, og til ţess er leikurinn gerđur, en líka grafa ţau undan lýđrćđinu. 

 


Stór flokkur byggđur á minnihlutasjónarmiđum

Nýr hćgriflokkur Ţorsteins Pálssonar og félaga á ađ verđa leiđandi í stjórnmálum. Viđ höfum heyrt ţennan áđur.  Samfylkingin var stofnuđ til ađ verđa stór vinstriflokkur. Ađalmál flokksins varđ minnihlutapólitíkin um ađ Ísland ćtti ađ verđa ađili ađ Evrópusambandinu.

Í síđustu ţingkosningum fékk Samfylkingin 12,9 prósent út á minnihlutasjónarmiđiđ um Ísland í ESB.

Flokkur Ţorsteins Pálssonar og félaga ćtlar ađ bjóđa upp á hćgriútgáfu af Samfylkingunni. Sá flokkur getur ekki orđiđ leiđandi í stjórnmálum en kannski átt sína frćgđ í fimmtán mínútur eđa svo.


Bandaríkin veikjast, ófriđarhorfur aukast

Á tímabilinu eftir fall Berlínarmúrsins voru Bandaríkin eina réttnefnda stórveldiđ og gátu meira og minna fariđ sínu fram á alţjóđavettvangi. Viđbrögđin viđ árásinni á tvíturnana í New York voru innrásir í Afganistan og Írak, - hvorttveggja á vafasömum forsendum.

Bandaríkin riđu ekki feitum hesti frá Miđausturlöndum og tiltrú ţeirra beiđ hnekki. Ţrátefli í innanlandsstjórnmálum, sem m.a. leiddi af sér ađ ríkisstofnanir urđu ađ loka vegna skorts á fjárheimildum, drógu upp ţá mynd ađ Bandaríkin vćru risi á brauđfótum.

Farsakenndar tilnefningar á peningamönnum í embćtti sendiherra eru birtingarmynd af bandarískri stjórnsýslu, sem virđist ekki ráđa viđ verkefniđ sitt.

Veikari Bandaríki gefa mönnum eins og Pútín Rússlandsforseta tilefni til ađ prófa sig áfram og kanna hve langt er hćgt ađ komast međ hernađarógn.

Sérfrćđingar í sögu og eđli stríđsátaka, t.d. Michael Howard, segja okkur ađ stríđ byrji aldrei vegna tilviljana eđa skyndihugdettu ráđamanna. Ákvörđun um ađ hefja stríđ byggir alltaf á rökhugsun og yfirvegun á sóknarfćrum og áhćttu.

Illu heilli stenst ekki ígrundunin í ađdraganda stríđs nema í helmingi tilfella. Sagan kennir okkur ţađ.


mbl.is Obama skipti út sendiherraefnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 30. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband