Brussel slær vopnin úr höndum ESB-sinna

Evrópusambandið vill ekki að ríki haldi stöðu umsóknarríkis þegar það er ekki á leiðinni inn í sambandið. Þessi afstaða var útskýrð skýrt og skilmerkilega fyrir forsætisráðherra, eins og kom fram í Kastljósi.

ESB-sinnar á Íslandi byggja málflutning sinn á því að hægt sé að gera hlé á viðræðum og bíða færis að ræsa aðlögunarferlið ef þau undur og stórmerki gerðust að ESB-sinnar næðu meirihluta á alþingi. Sérstaklega er Samfylkingunni umhugað að láta svo líta út að umsóknin sé enn á lífi enda byggist tilvist flokksins á þeirri blekkingu.

En Evrópusambandið vill ekki samfylkingarhálfvelgju; annað tveggja eru ríki umsóknarríki og á leiðinni inn í sambandið eða ekki. Ísland getur ekki verið umsóknarríki enda pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn sem er andvíg aðild reyndi að halda áfram aðlögunarferli inn í ESB fyrir hönd þjóðar sem alls ekki vill verða aðili að Evrópusambandinu.
mbl.is Evrópusambandið vildi skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll sækir um vinnu hjá Samtökum atvinnulífsins

Formaður Samfylkingar, a.m.k. síðast þegar að var gáð, Árni Páll Árnason, vill frjálshyggjuvæða Ísland og krefst meiri ,,markaðslausna" í grein í Fréttablaðinu. Bráðum fyrrverandi formaður jafnaðarmanna skrifar

Ísland er ekki markaðssinnað land og hefur aldrei verið. Svíþjóð er frjálshyggjuparadís í samanburði við Ísland.

Hvaða staða er laus hjá Samtökum atvinnulífsins?


RÚV leiddi Gunnar Braga í spunagildru

RÚV freistaði þess að búa til ágreining milli stjórnarflokkana með því að láta líta svo út að sjálfstæðismenn vildu gefa afslátt gagnvart ESB-sinnum en Gunnar Bragi og framsóknarmenn ekki. Utanríkisráðherra sá við þessari spunagildru RÚV með því að krefjast þess að sjá óklippt viðtal.

Hans Haraldsson segir frá spunagildru RÚV sem hafði það að markmiði að skapa úlfúð milli stjórnarflokkanna. Spuna RÚV var ætlað að styðja við þann málflutning stjórnarandstöðunnar að Sjálfstæðisflokkurinn væri pólitískur fangi Framsóknarflokksins í ESB-málinu.

Viðtalið við Gunnar Braga var þannig klipp til að hann virtist ósveigjanlegur í afstöðu sinni - og þessu viðtali átti að tefla gegn sáttarorðum formanns Sjálfstæðisflokksins.

Fréttastofa RÚV stendur ekki undir nafni heldur er þetta ómerkileg spunafabrikka hannaðra frétta og skeytir hvorki um heiður né skömm.


mbl.is Eðlilegt að fá að hlusta á viðtalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði gegn þjóðarvilja er mótsögn

Alþingi mótar pólitíska stefnu á hverju kjörtímabili sem ríkisstjórn fylgir eftir. Þjóðin gengur reglulega að kjörborðinu og kýs nýtt alþingi, ekki skemur en á fjögurra ára fresti. Í þingkosningum birtist þjóðarviljinn til þeirra valkosta sem framboð stjórnmálaflokka bera fram.
 
Þegar þjóðin kýs sér nýjan meirihluta á alþingi, líkt og gerðist sl. vor, gengur ekki að fráfarandi meirihluti geti gert kröfu um að meginþættir þeirrar stjórnarstefnu sem almenningur hafnaði fái tækifæri til endurnýjunar lífdaga með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri gjaldfelling á þingkosningum.
 
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG var með það á stefnuskrá sinni að ljúka aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið og byggði stefnuna á meirihluta alþingis 2009 til 2013.
 
Þjóðin kaus af sér meirihluta Samfylkingar og VG í þingkosningum fyrir tæpu ári  og valdi sér meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en báðir flokkarnir buðu fram þá stefnu að aðlögunarferlinu skyldi hætt.
 
Þjóðaratkvæðagreiðsla, sem hefur það að markmiði að halda til streitu meirihlutastefnu alþingis 2009 til 2013, ómerkir niðurstöður þingkosninganna sem haldnar voru fyrir tíu mánuðum. Lýðræðið breytist í þjóðaratkvæðissirkus og leiðir til upplausnarástands í stjórnmálum landsins.

mbl.is Skýrslan rædd á nefndarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband