Hitler-líking er snara í hengds manns húsi

Þýskur stjórnmálamaður sem líkir Krímtöku Pútíns hins rússneska við yfirtöku Hitler á þýskumælandi héruðum Tékkóslóvakíu fer strangt tekið með rétt mál. Í báðum tilvikum vildu íbúarnir verða hluti af Rússlandi Pútíns annars vegar og hins vegar Þýskalandi Hitlers.

Á hinn bóginn er ferill Hitlers slíkur eftir 1938, þegar Súdeta-Þjóðverjar voru innlimaðir, að sérhver samlíking vð hann ber í bætifláka fyrir óhæfuverk nasista.

Og að maður með reynslu eins og Wolfgang Schäble fjármálaráðherra Þýskalands skuli láta sér detta í hug þessi samlíking er ótrúlegt.


mbl.is Líkti aðgerðum Pútíns við árásir Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook-klofningur Sveins Andra

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk vettvang í RÚV í hádeginu (nema hvað)  til að auglýsa klofningshótun fáeinna sjálfstæðismanna á Facebook. Þeir vilja ekki una ítrekuðum landsfundarsamþykktum Sjálfstæðisflokksins um að aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið skuli hætt.

Sveinn Andri tók fram að hann ætlaði sjálfur ekki að veita klofningsflokknum forystu, en leita til manna eins og Þorsteins Pálssonar og Benedikts Jóhannessonar, besta frænda Íslandssögunnar, til að leiða klofninginn.

Stjórnmálaflokkur sem stofnaður er með það yfirlýsta markmið að kljúfa annan stjórnmálaflokk á meira skylt við pólitíska fjárkúgun en heiðarleg stjórnmál.


Ríkisafskipti og sanngirni

Skuldaleiðrétting heimilanna er ríkisafskipti á nokkuð stórum skala. Pólitísk umræða um kosti og galla ríkisafskipta hlýtur að eiga við skuldaleiðréttinguna.

Í samfélaginu er sátt um að þegar stórfelld áföll dynja yfir eigi ríkisvaldið að nota sameiginlega fjármuni okkar til að bæta skaðann eftir því sem kostur er.

Hrunið var stóráfall og flestum fannst sanngirnismál að þeir sem verst urðu út skyldu fá bættan skaðann - út á það gekk öll umræðan á síðasta kjörtímabili um  ,,skjaldborg heimilanna."

Umræðan leiddi í ljós að fjarska erfitt er að skilgreina sanngirni í samhengi við áhrif hrunsins á efnahag fólks - og því verr sem lengur leið frá hruni.

Skuldaleiðréttingin tekur mið af umræðunni enda líkist hún meira almennri efnahagsaðgerð en ríkisafskiptum í þágu afmarkaðs hóps. Og það eykur sanngirni skuldaleiðréttingarinnar.

 

 


Fríverslun utan ESB er betri kostur

Ísland gat gert fríverslunarsamning við Kína þar sem okkar hagsmunir eru sértækir. Evrópusambandið, sem gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd allra aðildarríkja sinna, stendur vörð um víðtæka hagsmuni.

Innan Evrópusambandsins myndu íslenskir hagsmunir vera metnir í samhengi við hagsmuni 500 milljóna annarra íbúa ESB og gefur auga leið að hagsmuni okkar væru léttvægir.

Best fer á því að hver þjóð gæti sinna viðskiptahagsmuna en láti ekki miðstýrt alþjóðabákn sinna þeim.


mbl.is Betri fríverslunarsamningar utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband