ESB deilir og drottnar

Evrópusambandið gerir sérstakan samning um makrílveiðar við Norðmenn og Færeyinga og setur Íslendingum stólinn fyrir dyrnar. Stórveldi, allt frá dögum Rómverja, nota iðulega þá herfræði að deila og drottna.

Íslendingar gerðu mistök að ná ekki samstöðu með Færeyingum í afstöðunni gegn Evrópusambandinu, og Norðmönnum sem skýldu sér á bakvið stórveldið í þessari deilu.

Makríllinn er ekki lengur sama hagsmunamál og hann var enda kominn í lögsögu Grænlands. En þessi samningur ESB við Færeyinga og Norðmanna er okkur lexía.


mbl.is Makrílsamkomulag staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldir Íslandssögunnar

Þjóðveldisöld er lengsta öld Íslandssögunnar, frá stofnun alþingis 930 til Gamla sáttmála um miðja 13du öld. Á undan þjóðveldisöld var skemmsta öldin, kennd við landnám, og er um sextíu ár.

Á eftir þjóðveldisöld er norska öldin þegar Ísland var hluti af veldi sem náði frá Grænlandi yfir Færeyjar, Orkneyjar, Hjaltlandseyjar og Noreg. Enska öldin og sú þýska tóku við norsku öldinni. Frá byrjun 15du aldar til loka þeirrar 16du var býsna fjörug utanríkisverslun við stórþjóðir Evrópu þótt Ísland tilheyrði Kalmarsambandinu lengst af með konung sinn í Kaupmannahöfn.

Konungsvaldið danska náði yfirhöndinni gagnvart enskum fiskimönnum og þýskum kaupmönnum, stofnaði til einokunar 1602. Ísland var einangrað hjáríki evrópsks smáríkis í tvær aldir, 17du og 18du, og þær aldir taldar þær myrkustu í sögunni.

19da öld er endurreisnaröld og sú 20sta sjálfstæðisöld. Þökk sé afturköllun ESB-umsóknar á næstu dögum verða mistökin með Gamla sáttmála ekki endurtekin í bráð.


Ómar kýlir út loftið og hittir Samfylkinguna

Ómar Stefánsson ætlaði að kýla Gunnar Birgisson á sínum tíma, líklega eins og fluga leggur fíl að velli. Ómar er bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi í nokkrar vikur enn og vill fara í annála bæjarstjórnar fyrir fleira en fleipur um eigin líkamsburði.

Ómar lagið fram tillögu fyrir bæjarstjórn um að skora á alþingi að draga tilbaka þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Ekki fylgir sögunni hvernig alþingi á að draga tilbaka tillögu utanríkisráðherra. Fundarsköp bæjarstjórnar Kópavogs leyfa kannski að annar en tillögumaður dragi tillögu tilbaka enda fundarsköpin þar á bæ í ætt við gatnakerfi bæjarfélagsins.

Ómar lagði tillögu sína fram daginn sem stjórnarandstaðan á alþingi gafst upp á málþófi gegn framgangi þingvilja um að afturkalla ESB-umsóknina. Tillaga Ómars er þess vegna vindhögg, - en hitti samt sem áður Samfylkinguna fyrir sem sætir færis að gera sig hlægilega bæði í sveitarstjórnum og á alþingi.


mbl.is Kópavogur skorar á Alþingi í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband