M&M í boði RÚV

Frá því um helgina, þegar 30 þúsund manns mættu til bænda í Höpu og um 2700 á mótmæli samfóista á Austurvelli, segir fátt af stjórnarandstöðunni á aþingi.

Árni Páll veit ekki sitt rjúkandi ráð og falbýrður Samfylkinguna Viðskiptaráði, Guðmundur Steingrímsson grætur Vestfirði þar sem pabbi hans gerði garðinn frægan; aðeins fjórir mættu á stofnfund Bjartar framtíðar á Ísafirði og Katrín Jakobs er í pólitísku taugaáfalli vegna þess að VG mælist minni en við síðustu kosningar þar sem flokkurinn slefaði yfir tíu prósentin, 10,9.

En í kvöld var RÚV nóg boðið. RÚV, sem allan fyrri part vikunnar hefur haldið ESB-umræðunni lifandi í öndunarvél með stöðugu og skilningsríku sambandi við útlönd, gerði í kvöldfréttum Sjónvarps ræs á stjórnarandstöðuna.

Fyrirsögnin var við hæfi: Ekkert rætt við stjórnarandstöðuna. RÚV er þeirrar sannfæringar að stjórnarandstaða Samfylkingar, VG og BF eigi að ráða framgangi mála á alþingi. Til að undirststrika þennan skilning skreytir gullkorn frá Frjálshyggju-Árna Páli fréttina

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri átakamál sem rætt yrði í þaula.

Þegar formaður Samfylkingar er búinn að hóta málþófi hlýtur varaformaður flokksins að vera næst leiddur fram og hóta móðursýkiskasti í ræðustól þingsins. Við fylgjumst spennt með m&m í boði RÚV.


Heimalinn Þorsteinn P.

Þorsteinn Pálsson er íslenskur heimalningur eftirstríðsáranna grunlaus um að fullveldi skiptir máli enda alltaf notið gæða þess. Þorsteini er algerlega framandi sá veruleiki milljóna Evrópubúa sem vegna spennitreyju gjaldmiðlasamstarfs arka atvinnulausar um götur og stræti. Ofaldir heimalningar trúa því að heimurinn hossi þeim hvernig sem allt veltur.

Án fullveldis hefðu Íslendingar ekki brotist til bjargálna á tímabilinu frá lokum 19. aldar og fram yfir seinna stríð þegar traustur grundvöllur var lagður að velferðaþjóðfélagi samtímans. Án fullveldis biðu menn eftir björgum frá Kaupmannahöfn.

Fullveldi er ekki mælt í krónum og aurum. En án þess lamast sjálfsbjargarviðleitnin. Löng og döpur saga undir stjórn velviljaðra útlendinga færði okkur heim sanninn um að án fullveldis er Ísland hjálenda og þjóðin betlari í eigin landi.  

Þorsteinn Pálsson er okkur til áminningar um hvað eigi að varast hjá heimaöldum. 


mbl.is Það verða alltaf skammtíma hagsmunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsi fyrir útvalda

Blaðamannafélag Íslands lítur svo á að tjáningarfrelsið sé handa blaðamönnum og þeirra hagsmunum til að selja auglýsingar í fríútgáfur.

Vinstrimenn, margir hverjir, taka undir þessa skilgreiningu enda kjaftastéttirnar þeim hugfólgnar.

Málfrelsi er á hinn bóginn eitthvað aðeins meira en nemur skilgreiningu BÍ og vinstrikreðsna. Góðu heilli. 


mbl.is Vigdís: „Þöggun á mig sem persónu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin (12,9%) selur sig Viðskiptaráði

Bakland Samfylkingar er hrunið. Fyrrum varaþingmaður flokksins, Baldur Þórhallsson, segir flokkinn ónýtan í ESB-baráttunni. Fylgismælingar staðfesta hrunið; flokkurinn geldur afhroð í stærstu sveitarfélögum landsins.

Samfylkingin var stofnuð til að verða jafnaðarmannaflokkur. Árni Páll Árnason formaður telur að Samfylkingin hafi tapað slagnum á vinstri væng stjórnmálanna og falbýður Samfylkinguna sem frjálshyggjuflokk.

Viðskiptaráð er líklegur kaupandi með það fyrir augum að sameina samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins og Samfylkinguna.


Hvort laug ESB-Stano að Vísi eða RÚV?

Þann 28. júní í sumar sagði Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, að Ísland yrði að hafa hraðar hendur við að gera upp við sig hvort landið væri umsóknarríki að Evrópusambandinu eða ekki. Orðrétt segir í frétt Vísis

Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða sig sem fyrst hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram eða ekki. Þetta segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB.

Tilfærð orð eru í samræmi við það sem haft er eftir Barroso forseta framkvæmdastjórnar ESB um að Ísland yrði að flýta sér að taka ákvörðun, klukkan tifaði.

ESB-sinnar á Íslandi, með RÚV sem sitt helsta verkfæri, reyna að telja fólki trú um að Evrópusambandið sé tilbúið að bíða til eilífðarnóns eftir að málstaður ESB-sinna hressist á Fróni. Og er þá ekki mættur áðurnefndur Peter Stano til að styrkja ónýta málstaðinn. RÚV segir eftirfarandi

Leiðtogar Evrópusambandsins segjast ekki hafa sett íslenskum stjórnvöldum tímaramma varðandi aðildarviðræður og fyrri ummæli þeirra um málið séu enn í gildi. Þetta kemur fram í svari Peters Stano, talsmanns stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins, til fréttastofu. 

RÚV, eins og alþjóð veit, leggur sig fram um að afhjúpa misvísandi skilaboð yfirvalda. Nema, vel að merkja, þegar skilaboðin falla að þeim málstað sem RÚV ber fyrir brjósti - sem er að Ísland verði með góðu eða illu aðildarríki Evrópusambandsins.

 


Bloggfærslur 6. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband