Páll V.: ESB-sinni og gáfnaljós

Páll V. segir kl. 16:31: ,,Nú hef ég ekki hugmynd um það frekar en nokkur einasti maður á Alþingi hvort það sé til hagsbóta fyrir okkur að fara í ESB. Ég hef bara ekki hugmynd um það."

Kl. 16:51 sama dag sagði Páll V.: ,,Fyrir mér eru nægar sannanir komnar fram fyrir því að betra sé fyrir okkur að vera í Evrópusambandinu."

Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartar framtíðar er eitt af þessum gáfnaljósum sem við getum ekki verið án. Andríki tók saman greinargerð um þennan dæmigerða ESB-sinna.


Þjóðin mótmælir ekki sjálfri sér

Æ fækkar þeim sem taka sér stöðu með Samfylkingunni á Austurvell að mótamæla niðurstöðum þingkosninganna fyrir tíu mánuðum. Flokkar með einarða afstöðu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur unnu stórsigur en ESB-flokkur Samfylking fékk 12,9% fylgi og hálfvolgir ESB-sinnar í Bjartri framtíð 8,2%.

Samfylkingarupphlaupið þegar ríkisstjórnarflokkarnir lögðu fram tillögu um afturköllun á ESB-umsóknina var stutt RÚV og fjölmiðlum 365-miðla og fékk þess vegna rými í opinberri umræðu. En eftir því sem líður á þá umræðu verður þjóðinni ljóst að sértrúarhópurinn sem vill ESB-aðild er flinkur í uppákomum og fátækur í málefnum.

Eftir ítarlega umræðu allt síðasta kjörtímabil tók þjóðin þá ákvörðun að hafna ESB-flokknum og kaus sér meirihluta á alþingi til að afturkalla misráðnu og umboðslausu ESB-umsóknina frá 16. júlí 2009.

Þjóðin mætir ekki á Austurvöll til að mótmæla sjálfri sér; hún er einfaldlega ekki það heimsk þótt forysta Samfylkingar telji sér trú um annað. 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestar með meiri tiltrú á Íslandi en ESB-sinnar

Erlend fjárfesting streymir til landsins þrátt fyrir krónu og höft. Áróður ESB-sinna gengur út á að engin erlend fjárfesting komi til landsins fyrr en við erum orðin hluti af Evrópusambandinu með evru sem gjaldmiðil og fullveldið í Brussel.

Veruleikinn afhjúpar reglulega falskan málflutning ESB-sinna. Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingar sagði í október 2008 að töfralausn Íslands á efnahagsvanda þjóðarinnar væri að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórn vinstriflokkanna sendi til Brussel sumarið eftir og strandaði hún þar. 

Aðalástæðan fyrir stórtapi vinstriflokkanna í síðustu kosningum var gjáin sem var staðfest á milli málflutnings þeirra um ónýta Ísland sem yrði að segja sig til sveitar hjá Brussel annars vegar og hins vegar efnahagslegri endurreisn landsins með krónu sem gjaldmiðil og óskert fullveldi. 

ESB-sinnar eru í stöðugri mótsögn við veruleikann og eftir því ótrúverðugir.

Málflutningur andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er á hinn bóginn málefnalegur, byggir á staðreyndum og greiningu á málsefnum, líkt og sést á dagskrá ráðstefnu sem þeir halda í dag.


mbl.is Aukinn áhugi fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband