Stjórnarandstaðan tapar á málþófi

Samfylking, VG og Björt framtíð munu tapa á málþófi gegn ríkisstjórninni og það mun koma þessum flokkum í koll í sveitarstjórnarkosningunum. Fyrir því eru fimm ástæður.

a) Samfylkingin veit ekki í hvort fótinn hún á að stíga, VG hefur yfirgefið ESB-línu Samfylkingar og formaður sætir vaxandi gagnrýni fyrir frjálshyggjustefnu. Móðursýkiskast varaformannsins við síðasta málþóf skilur eftir slæmt eftirbragð.

b) Björt framtíð tapar á því að vera afhjúpuð sem hækja Samfylkingar. Björt framtíð markaðssetur sig sem kósí valkost við ofstæki harðlínu ESB-sinna og kemur illa út sem hundur í bandi Árna Páls.

c) VG er í málefnalegum skítakamar vegna ESB-umsóknarinnar. Þingmenn VG sviku bæði kjósendur og sannfæringu sína þegar þeir studdu að Össur sendi umsókn til Brussel fyrir fimm árum. Í málþófi sem dregst fram á vor gefst fjöldi tækifæra að minna á siðferði þingmanna VG.

d) Málþófið mun hamla því að skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar komist á dagskrá og þar með er stjórnarandstaðan að sýna sig sem andstæðingur hagsmuna heimilanna. Það gerir sig ekki vel gagnvart kjósendum.

e) Efnahagsleg velmegun eykst jafnt og þétt á Íslandi og ríkisstjórnin fær byr í seglin í góðum hagvexti og lágu atvinnuleysi. Stjórnarandstaðan mun virka eins og nátttröll sem dagaði upp í búsáhaldabyltingunni undir slagorðinu Ónýta Ísland.

 


mbl.is Ræða ESB-málið á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán Ólafsson sakar Árna Pál um yfirstéttardekur

Árni Páll Árnason vill breyta Samfylkingunni í frjálshyggjuflokk, skv. grein sem hann skrifaði nýlega í Fréttablaðið. Mat Árna Páls er að Samfylkingin, sem fékk 12,9% í síðustu kosningum, eigi sér helst viðreisnar von sem frjálshyggjuflokkur með ESB-stefnu. Skoðanakannanir sýna að hlutfallslega er mestur stuðningur við ESB-umsókn Samfylkingar meðal þeirra sem eru með meira en milljón krónur í mánaðarlaun.

Stefán Ólafsson prófessor, sem tilheyrir vinstrivæng Samfylkingar, skrifar í annað sinn blogg á nokkrum dögum til að mótmæla Árna Páli. Í fyrsta blogginu leiðrétti Stefán rangan skilning formannsins á stöðu mála í Svíþjóð.  

Í seinna bloggi Stefáns eru málin ekki tekin vettlingatökum. Þótt nafn Árna Páls komi hvergi fyrir er morgunljóst að hverjum skeytin beinast.

Hákarlarnir fá aldrei nóg af fjármagni og nýfrjálshyggjan réttlætir taumlausa græðgi þeirra, sem getur svo af sér sífellt meiri ójöfnuð.

Stefán er með hárfínan húmor, sem er fremur sjaldgæfur meðal samfylkingarfólks, en það er yfirleitt reitt og með allt á hornum sér. Prófessorinn skrifar í niðurlagi:

Stóra spurningin á Íslandi er hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái að rista þessa óværu af sér?

Jú, Stefán, Sjálfstæðisflokkurinn getur hrist af sér frjálshyggju Árna Páls og yfirstéttardekur hans. En það er meira álitamál hvort Samfylkingunni tekst það.

 

 


Siðferði þingmanna VG

Þrír þingmenn VG greiddu atkvæði gegn yfirlýstri sannfæringu sinni þegar ESB-umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28, en 2 sátu hjá. Ef þingmenn VG hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, eins og þeir vinna drengskaparheit að þeir skuli gera, þá hefði ESB-umsóknin aldrei verið samþykkt.

Álfheiður Ingadóttir sagði þetta í sinni atkvæðaskýringu er hún samþykkti tillögu Össurar:

Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópusambandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar  hún samþykkt ESB-umsóknina

Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.  

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB

Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.  

Ef þessir þingmenn VG, þar af tveir ráðherrar, hefðu greitt atkvæði samkvæmt yfirlýstri sannfæringu sinni, eins og þeim bar að gera að viðlögðum drengskap, þá hefði tillaga Össurar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fallið, 31 hefði sagt nei, 30 já og 2 setið hjá.

Síðustu daga og vikur hefur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mátt þola vammir og skammir vegna orða sem hann lét falla í kosningabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar. Fjölmiðlar eins og RÚV og 365-miðlar láta eins og það hafi verið höfuðsynd að gefa til kynna að það kæmi til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB-umsóknar í framtíðinni.

Hvaða orð á þá að hafa um þessa þrjá þingmenn VG sem hleyptu ESB-umsókninni af stað fyrir fimm árum með því að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni á alþingi?

 

 

 

 


Bloggfærslur 9. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband