Huglaus ríkisstjórn tapar - alltaf

Vinstrimenn eru komnir með blóðbragð í munninn og krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson, sem á þriðjudag var býsna keikur, virðist skv. túlkun RÚV tilbúinn að gefa eftir.

Krafan um þjóðaratkvæði pólitískur ómöguleiki eins og Björg Thorarensen lýsir. ESB-umsókn Samfylkingar er dauð og verður ekki endurlífguð án nýrra þingkosninga.

Ríkisstjórnin á aðeins einn leik í stöðunni og hann er sá að herða sig upp og segja að hún standi og falli með afturköllun ESB-umsóknar.

Hugleysi og undanhald er ávísun á annað tveggja, hægfara tortímingu í anda Jóhönnustjórnarinnar eða nýjar kosningar.


mbl.is Fjöldi fólks á samstöðufundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fulltrúi Össurar: þjóðaratkvæði pólitískur ómöguleiki

Fulltrúi Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í samninganefnd síðustu ríkisstjórnar við Evrópusambandið, Björg Thorarensen, lögfræðiprófessor, tók af öll tvímæli um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðlögunarviðræðna við ESB sé pólitískur ómöguleiki.

Björg sagði í umræðuþætti á RÚV að ríkisstjórn sem væri algerlega andvíg aðild að Evrópusambandinu, líkt og sitjandi ríkisstjórn, gæti ekki farið til Brussel að semja um aðild Íslands að sambandinu.

Jafnvel þó hún [þjóðaratkvæðagreiðslan] færi fram þá verður líka að hafa í huga að það er ekki lagalega bindandi niðurstaða úr slíkri ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig að ég tel í raun mjög óheillavænlega þessa hugmynd sem er uppi í raun um að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál.

Nöttz-mótmælin, sem fjölmiðlar og Samfylking bjuggu til í byrjun viku, leiða til pólitísks ómöguleika. Björg þekkir bæði pólitísku hliðina á málinu og þá lagalegu og henni verður ekki stillt upp sem hlutdrægum aðila í umræðunni.

 

DV, Hildur L. og nöttz-mótmælin

Lesendur DV kusu Hildi Lillendahl hetju ársins fyrir tveim árum. DV og aðrir fjölmiðlar bjuggu Hildi til. Fjölmiðlar bjuggu líka til mótmælin á Austurvelli í vikunni.

RÚV, 365-miðlar og DV í samspili með stjórnarandstöðunni auglýstu almennt herútboð og fengu um 3500 manns að mæta á fyrsta degi mótmælanna, um 2000 á öðrum degi, um 1000 á þriðja degi og um 400 manns á fjórða degi. Það eru öll ósköpin.

Mótmælin er í þágu þeirrar blekkingar að Íslendingar geti fengið óskuldbindandi aðildarsamning við Evrópusambandið. Allir læsir vita að slíkur samningur er ekki í boði, aðeins aðlögunarviðræður þar sem Ísland jafnt og þétt tekur upp laga og regluverk ESB.

Það varð lýðræðisbrestur á alþingi þegar umboðslaus umsókn var send þaðan sumarið 2009. Þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi fara inn í ESB; Samfylkingin og svikulir þingmenn VG sátu til þess.

Það liggur fyrir að afgerandi meirihluti Íslendinga vill ekki inn í Evrópusambandið, síðasta mæling sýnir að aðeins um 26 prósent er fylgjandi ESB-aðild.

Mótmælin á Austurvelli í vikunni eru í stíl við nikkið hennar Hildar - nöttz. Þingmenn sem taka mark á slíkum mótmælum ættu að leita sér að annarri vinnu.

 

 


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband