Friður og hagsæld á Íslandi, stríð og eymd í Evrópu

Ísland býr við 3,3% hagvöxt vegna þess að við erum fullvalda ríki og með krónu að lögeyri. Okkar ,,stríð" er nudd við Norðmenn og ESB útaf makríl.

Evrópusambandið býr við núll komma eitthvað hagvöxt og grimmdaratvinnuleysi sem leggur fjölskyldur í rúst og lætur ungt fólk sólunda bestu árum ævi sinnar í iðjuleysi. Evrópusambandið liggur að ríkjum þar sem stríðsástand ríkir, sbr. Úkraínu og Rússland.

Hvað er að þeim Íslendingum sem vilja ESB-ástand á Íslandi?


mbl.is Hagvöxturinn gæti ýtt undir hærri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking í þágu hrægammasjóða

Upphlaup Samfylkingar og stjórnarandstöðunnar vegna ESB-málsins spilar beint upp í hendurnar á hrægammasjóðunum sem ætla sér stóra hluti gagnvart veikum stjórnvöldum vegna uppgjörs föllnu bankanna.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar ganga erinda hrægammasjóða og í leiðinni valda þeir töfum á því að við getum aflétt fjármagnshöftum.

Lærðu Samfylking og VG ekkert af Icesave-málinu?


mbl.is Kröfuhafarnir að bíða eftir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttisstofa: kennsla er kerlingarstarf

Framlag Jafnréttisstofu til umræðunnar um stöðu kynjanna er að auglýsa á veggspjaldi að kennsla sé kerlingarstarf og þeir sem vilji njóta virðingar í samfélaginu ættu ekki koma nálægt uppeldis- og umönnunarstörfum.

Kennarasambandið gerir athugasemd við boðskap Jafnréttisstofu og skal engan undra.

Á heimasíðu Jafnréttisstofu má sjá afleiðingarnar af hugmyndafræðinni sem herskáir femínistar reka á Íslandi og fá til þess opinbert fé: karlar eru aðeins 22 prósent nemenda við Háskólann á Akureyri.


Krónan eignast vin í Samtökum iðnaðarins

Það er orðið opinbert; SI eru ekki lengur Samtök imba sem trúa því að krónan sé orsök efnahagsvanda Íslendinga. Nýr formaður hleypir ljósi skynseminnar á forstokkaðan málflutning forvera síns og segir hagstjórnina vera málið.

Þegar SI stóð undir uppnefninu Samtök imba keyrðu samtökin auglýsingaherferð sem hét ,,Veljum íslenskt" en stóðu samtímis fyrir áróðursstríði til að Ísland yrði innlimað í Evrópusambandið. Kannski bráir af samtökunum og þau láti af hitasóttarkenndum áróðri fyrir framsali fullveldis og hagsældar til Brussel-skrifræðisins.

Árviss viðburður Iðnþings var að opinbera skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu. Raunar var einnig birt könnun um afstöðu félagsmanna SI en því var hætt í miðri imbavæðingu samtakanna; félagsmenn vildu ekki inn í ESB en forystan þráaðist við. Skoðanakönnun Samtaka iðnaðarins var viðmið sem fylgst var með. Nú bregður svo við að engin könnun birtist. Eru Samtök iðnaðarins að fela eitthvað?


mbl.is Hagstjórnin stærra vandamál en krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband