Egill, Jósef og veröldin utan Rvík 101

Egill Helgason lætur fara í taugarnar á sér að grænlenski stjórnmálamaðurinn Jósef Motzfeldt lét þau orð falla á ráðstefnu Heimssýnar í gær að veröldin væri stærri en Evrópusambandið. Orðrétt sagði Jósef

Europa er langtifra hele verden, slet ikke de 28 EU medlemsstater.

Punkturinn hjá Jósef er að þjóðirnar á Norður-Atlantshafi, Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur eiga fleiri valkosti en inngöngu í Evrópusambandið til að tryggja viðskiptahagsmuni sína.

Megintillaga Jósefs, sem er reynslubolti í grænlenskum stjórnmálum, er að þessi strandríki stofni með sér Íshafsráð til að samræma afstöðu sína til málefna norðurslóða, einkum auðlindanýtingu.

Líkt og ýmsir í Rvík 101 er Egill lítt næmur á nærumhverfi okkar og hagsmuni þjóðarinnar sem strandríkis. Í hugarkorti Egils er Ísland útnári ESB og ætti að láta höfuðbólið sjá um málefni sín.

Þeir sem ekki eru blindaðir af hugarkortinu kenndu Rvík 101 vita að nærtækara er fyrir okkur að sinna málefnum norðurslóða og nágrannaríkja fremur en að flytja fullveldið til Brussel og láta meginlandsklúbbinn þar umsjón íslenskra hagsmuna.


Herskylda, ferðalög, vinna og firrtur ráðherra

Í Noregi þekkist að menn ljúki herskyldu eftir stúdentspróf og fyrir háskólanám. Í Danmörku er algengt að stúdentar taki sér eitt ár til ferðalaga áður en þeir innrita sig í háskóla. Á Íslandi, eins og alþjóð veit, tíðkast vinna með skóla - auk sumarvinnu.

Nemendur, hvort heldur norskir, danskir eða íslenskir taka út þroska samhliða námi eftir aðstæðum, hefðum og menningu hvers lands.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra beit í sig firru frá Samtökum atvinnulífsins um að framhaldsskólakerfið á Íslandi stæðist ekki alþjóðlegan samanburð. Vegna þessarar tölufræðifirru ráðherra, stúdentsprófsaldur nemenda, verður nokkurra vikna verkfall í framhaldsskólum landsins.


mbl.is Illugi: Klárast ekki um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuher gegn Rússum, segir Juncker

Evrópusambandið verður að byggja upp eign herstyrk til að mæta rússnesku ógninni, segir Jean-Claude Juncker fyrrum forseti evru-ríkjanna og aðalframbjóðandi mið-hægriflokka til Evrópuþingsins.

Í viðtali við þýsku Die Welt útgáfuna segir Juncker að sameiginlegur Evrópuher sýni að ekkert ESB-ríki fái sérlausnir heldur standi saman fyrir friði og öryggi í álfunni. ,,Evrópuher myndi sýna umheiminum að Evrópusambandið axli sína ábyrgð," segir Juncker.

Hann varar við því að næsta fórnarlamb Rússa gæti orðið Moldavía og hvetur Evrópusambandið til að gera fjölliða samstarfssamninga við Moldavíu til að tryggja hagsmuni ESB í þessu fyrrum sovétlýðveldi.

Valdastreita Evrópusambandsins og Rússa í Austur-Evrópu mun umbylta stjórnmálum álfunnar - og vígvæða ESB.


mbl.is Varar við einangrun Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband