Grætt á Grétu og glópahlýnun

Sænski unglingurinn og aðgerðasinninn Gréta Thunberg er ekki öll þar sem hún er séð.

Gústaf Adolf Skúlason gefur innsýn í skuggahliðar pólitíska rétttrúnaðarins um manngert veðurfar.

Heilög Gréta er hönnuð.


Veðmál Bjarna og framtíð Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Ben. veðjar á að orkupakkinn sé ,,smámál" sem engu skipti fyrir eina mikilvægustu náttúrauðlind Íslendinga. Á hinn bóginn tapar Bjarni veðmálinu ef sæstrengur til Evrópu kemst á dagskrá eftir samþykkt orkupakkans.

Vinni Bjarni veðmálið er enginn ávinningur. ESB-sinnar munu ekki flykkjast til Sjálfstæðisflokksins - þeir hafa Viðreisn og Samfylkingu. Aftur fær Miðflokkurinn sóknarfæri á sjálfstæðismenn sem telja fullveldið einhvers virði. Tapi formaðurinn veðmálinu er úti um hann sjálfan og fylgi flokksins hrynur enda yfirgengileg glópska að gefa ESB færi á náttúruauðlindum þjóðarinnar. 

Sæstrengur virkjar allar valdheimildir ESB á Íslandi sem orkupakkinn færir Brusselvaldinu. Verði orkupakkinn samþykktur og einhver svo mikið sem nefnir sæstreng næstu misseri og ár er Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega varnarlaus gagnvart ásökunum um að framselja útlendingum fjölskyldusilfrið. Það er búið að öskra varnaðarorð í eyru Bjarna og forystu flokksins. Það mun ekki þýða að veifa keyptum lögfræðiálitum um að það sé tvennt ólíkt að samþykkja ESB-reglur annars vegar og hins vegar fara eftir þeim. Ó,  nei, fólk kann enn að lesa og greinir sölumennsku frá sannindum. 

Bjarni setur pólitíska framtíð sína og flokksins að veði fyrir ,,smámál" þar sem engin von er um ávinning en veruleg hætta á stórkostlegu tapi.

Það er einfaldlega ekki heil brú í orkupakkapólitík Bjarna formanns. Því miður.


mbl.is Málið „fullskoðað og fullrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar: skoðanir í stað frétta

Breska útgáfan Telegraph endurhannaði vefsíðuna fyrir nokkrum dögum. Stór hluti af efsta hluta forsíðunnar er núna með rými fyrir skoðanir, þar sem áður voru fréttir. Í Bandaríkjunum ræðir ritstjórn New York Times hvernig megi koma þeirri skoðun að í fréttum að Trump forseti sé rasisti.

Nær allar fréttir fjölmiðla hér heima um orkupakkann eru skoðanir. Fjölmiðlar nenna ekki, með heiðarlegum undantekningum, að sækja efni um orkupakkann á erlendar síður, t.d. heimasíðu ESB, en láta sér nægja að birta skoðanir.

Hér áður var almenna reglan blaðamennsku að fréttir væru staðreyndir sem raðað væri upp í skipulega frásögn. Aðalatriði frétta áttu að koma fram í fyrirsögn og innangi og megintexti skyldi skrifaður eftir fallandi mikilvægi. Skoðanir fyrr á tíð komu fram í leiðurum og umræðugreinum sem var ekki blandað saman við fréttaefni, t.d. á síðum dagblaða. 

Skoðanablaðamennska á hinn bóginn reynir að hanna fréttafrásagnir eftir fyrirframgefinni forskrift þar sem fjölmiðillinn tekur afstöðu til viðfangsefnisins. Þurrar staðreyndir eru aðeins hráefni í raðframleiðslu á skoðanafréttum.

Að hluta til er skoðanablaðamennska vegna samkeppni fjölmiðla við samfélagsmiðla um athygli og auglýsingatekjur. Annar hluti stafar af undirliggjandi menningarlegum og pólitískum hamskiptum þar sem gömul kennileiti, stofnanir, flokkar og stefnumál, víkja fyrir nýjum. Þriðji þátturinn er almenn hnignun blaðamennskunnar, sem einu sinni þótti ekki skítafag.


Orkupakkinn, millileikur til að finna sátt

Orkupakkinn er stærsta deilumál stjórnmálanna frá Icesave og ESB-umsókn. Ábyrgðarhluti er að bera málið atkvæðum á alþingi án þess að leita sátta.

Orkupakkinn, þessi nr. 3, var samþykktur á vettvangi Evrópusambandsins árið 2009, fyrir tíu árum. Af því leiðir er tími til að ígrunda málið betur í heild sinni. Ekkert liggur á.

Stjórnvöld gerðu vel í því að senda málið aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem fulltrúar EFTA-ríkjanna (Ísland meðtalið) og Evrópusambandsins ræða lausn á málum er varða EES-samninginn.

Þessi millileikur útilokar hvorki að orkupakkinn verði samþykktur né að honum verði hafnað. En millileikurinn skapar frið til að vinna úr þeim álitamálum sem tengjast innleiðingu orkupakkans.

Ríkisstjórnin ætti ekki að snúa baki við tilboði um frið. Eitt meginhlutverk stjórnvalda er að stuðla að innanlandsfriði.


Trump, Rússar og herskáir frjálslyndir vinstrimenn

Vilji Trump var að friðsamleg samskipti yrðu á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Vinstrimenn og frjálslyndir, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, mögnuðu upp Rússagrýlu um aldamótin til að knésetja Rússa og beygja undir vestrænt forræði.

Vestræn forræðishugsun tröllreið höfuðborgum Evrópu og Bandaríkjanna. Innrás í fullvalda ríki á fölskum forsendum var dagskipunin: Afganistan og Írak og ríkisstjórnaskipti í Líbýu, Sýrlandi og Úkraínu. 

Allt fór þetta brölt illa og afhjúpaði heimsvaldaglópsku frjálslyndra og vinstrimanna beggja vegna Atlantsála. 

Trump bauð vitleysunni birginn og vildi friðmælast við Rússa og hætta hernaðaríhlutun í fjarlægum heimshornum. Frjálslyndir og vinstrimenn tóku sig saman, í samvinnu við fjölmiðla, og gerðu Trump að leikbrúðu Pútín Rússlandsforseta. Klifað var á því að Trump hefði orðið forseti með hjálp Kremlarbónda. Allt reyndist það þvættingur, samanber niðurstöðu Muller-rannsóknarinnar.

Kemst á sæmilegur friður milli kjarnorkuveldanna Bandaríkjanna og Rússlands? Trauðla á meðan ítök herskárra frjálslyndra og vinstrimanna eru enn jafn mikil og raun ber vitni.


mbl.is Styður endurkomu Rússa í G8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýnun er góðar fréttir - og náttúrulegar

Á Íslandi er of kalt. Spyrjið bara bændur á Norð-Austurlandi. Góðu fréttirnar eru þær að náttúran sér til þess að nú hlýnar. Spyrjið bara Jørgen Peder Steffensen jarðeðlisfræðing og prófessor hjá Niels Bohr Institutet í Kaupmannahafnarháskóla.

Ágúst H. Bjarnason tók saman helstu niðurstöður danska vísindamannsins og birti á fésbókarsíðu sinni:

- Fyrir árþúsundi var hitinn á Grænlandi 1,5 gráðum hærri en í dag.

- Hann var ef til vill 2.5°C hærri fyrir 4000 árum.

- Rannsóknir víðar í heiminum styðja þessa mynd.

- Hitamælingar hófust á kaldasta tímabili síðustu 10.000 ára og við miðum hlýnunina við það.

- Mjög erfitt er þess vegna að sýna fram á hvort núverandi hlýindi stafi af mannavöldum eða eigi sér náttúrulegar orsakir.

Þeir sem trúa á manngert veður trúa líka að jólasveinninn komi til byggða á sumrin.


mbl.is „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögnin og málamiðlunin í orkupakkanum

Orkupakkinn er í hnút, bæði á alþingi og meðal þjóðarinnar, af þeirri einföldu ástæðu að í pakkanum er eftirfarandi mótsögn: pakkinn gerir ráð fyrir að Ísland innleiði lög, reglur og tilskipanir ESB um sameiginlegan raforkumarkað annars vegar en hins vegar er Ísland ekki aðili að innri raforkumarkaði ESB og verður það ekki án sæstrengs.

Í þingsályktun Gulla utanríkis er mótsögnin orðuð svona:

Lagt er til að Alþingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn á þeirri forsendu að engin grunnvirki yfir landamæri eru nú fyrir hendi á Íslandi sem gera mögulegt að flytja raforku á milli Íslands og orkumarkaðar ESB. Ákvæði þriðja orkupakka ESB um slík grunnvirki, þar á meðal í reglugerð (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, eiga því ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi að óbreyttu. (undirstrikun pv)

Eins og fram kemur í þingsályktuninni er orkupakkinn samtals 8 gerðir. Í greinargerð segir að Ísland hafi þegar fengið undanþágu frá 4, já fjórum, af þessum gerðum. Þær varða jarðgas.

Hér kemur málamiðlunin: Ísland fær undanþágu frá þeim fjórum gerðum sem eftir standa, enda eiga þær ,,ekki við og hafa ekki raunhæfa þýðingu hér á landi" en samþykkja pakkann að öðru leyti. Ísland myndi sem sagt samþykkja tóman orkupakka með því að fá undanþágu frá öllu innihaldinu, - sem vel að merkja hefur enga þýðingu hvort eð er hér á landi.

Verði þessi leið farin getur Gulli utanríkis sagt yfirmönnum sínum í Osló og Brussel að hann hafi fengið orkupakkann samþykktan á Íslandi - tóman. Og rúsínan í pylsuendanum er að Gulli, Bjarni, Þórdís og Áslaug bera ekki lengur ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ómarktækur smáflokkur landssölufólks.


mbl.is Mótsögn í umræðum um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er sæstrengurinn, Áslaug

Áslaug Arna, formaður þingflokks í útrýmingarhættu, spurði á nefndarfundi hvar sæstreng sæi stað í orkupakkanum. Eins og allir vita, nema ólæsi þingflokkurinn, jafngildir samþykkt orkupakkans aðild að orkusambandi Evrópu.

Orkusamband ESB er með þríþætta aðgerðaáætlun sem forgangsmál er að hrinda í framkvæmd, segir á heimasíðu ESB. Einn af þessu þrem þáttum er svohljóðandi í íslenskri þýðingu:

Aðstoð að koma rafmagni yfir landamæri. Fjárfestingar í innviðum sem tengja lönd mun leyfa flæði orku, auka öryggi, draga úr áhrifum innflutnings og undirbúa raforkukerfi fyrir endurnýjanlega orku.

Aðgerðaáætlun ESB fylgir bæði fjármagn og einbeittur pólitískur vilji. Áslaug og ólæsi þingflokkurinn geta ekki lengur neitað yfirvofandi sæstreng, Ef svo illa skyldi fara að orkupakkinn verði samþykktur.

 


mbl.is Fyrirvararnir verða að vera festir í lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænlandsbrandarinn og flótti Kötu Jakobs

Grænlandsbrandarinn er upp á Dani. Það er hlægilegt að smáríki eins og Danmörk, sem fyrir sögulega tilviljun eignast stærstu eyju jarðarkringlunnar, komist upp með eignarhaldið. Annar brandari, einnig á kostnað Dana, er að Grænland yfirgaf ríkjasambandið sem Danmörk tilheyrir, þ.e. Evrópusambandið. Danir eru búnir að missa Grænland, þótt ekki hafi það verið formlega staðfest.

Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er tvíþættur. Eyjan situr á eftirsóknarverðum náttúruauðlindum, samanber áhuga Kínverja. Í öðru lagi er Grænland hernaðarlega mikilvægt. Endurmat stendur yfir á hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Stefnan sem mörkuð var eftir lok kalda stríðsins rennur sitt skeið, enda mistök ofan á mistök; Afganistan, Írak, Sýrland og Úkraína. Talsmenn raunsæis eru komnir með frumkvæðið en frjálslyndir hugmyndafræðingar um alþjóðaríkið undir forsæti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru á flótta.

Talandi um flótta. Katrín Jakobsdóttir forsætis þjónar hagsmunum Íslendinga illa með því að flýja land þegar varaforseti Bandaríkjanna heimsækir okkar. Dapurlegt er að innanflokksátök í Vinstri grænum skuli leiða til þess að forsætisráðherra sniðgangi næst æðsta fulltrúa Bandaríkjanna. 

Ef Kata Jakobs ætlar að vera forsætis öllu lengur þarf hún að átta sig á að athöfn í þágu glópahlýnunar með merkikertum á hálendi Íslands er ekki þjónusta í almannaþágu. Pólitískt raunsæi kallar á betra skynbragð á veruleikann en Kata Jakobs sýnir undanfarið, jafn ágæt manneskja og viðfeldinn stjórnmálamaður og hún annars er. 


mbl.is Staðfestir áhuga sinn á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almannatenglar selja aðgang að stjórnmálamönnum og fjölmiðlum

Fyrirtæki og einstaklingar kaupa almannatengla, sem eru með bakgrunn í pólitík og fjölmiðlum, til að fá aðgang að stjórnmálamönnum og ,,rétta" umfjöllun í fjölmiðlum.

Almannatengill, stundum kallaður lygari til leigu, selur þjónustu sína hagsmunaaðilum í skjóli leyndar. Engar reglur eru um hagsmunaskráningu almannatengla sem komast upp með valsa um víðan völl, t.d. í fjölmiðlum, án þess að gefa upp hver keypti þá.

Löngu tímabært er að stjórnsýslan setji skýrar reglur um samskipti við almannatengla.


mbl.is Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband