Forysta Sjálfstæðisflokksins í sjálfheldu

Í Sjálfstæðisflokknum er uppreisn gegn forystu flokksins. Fylgið reytist af flokknum, komið niður fyrir 20%. Allt vegna orkupakkans sem forystan hangir á eins og hundur á roði.

Forysta Sjálfstæðisflokksins fær enga hjálp frá samherjum sínum í Kötustjórninni. ESB-sinnar í Samfó og Viðreisn lyfta ekki litla fingri. Öllum er skemmt yfir óförum XD-forystunnar.

Fylgið sem einu sinni var Sjálfstæðisflokksins fer annað. Forystumenn annarra stjórnmálaflokka sjá fram á að Sjálfstæðisflokkurinn verði nógu lítill til að hægt sé að sniðganga hann við stjórnarmyndun.

Gangi það fram, sem forysta XD krefst, og orkupakkinn verði samþykktur, er hægt að ganga að því vísu að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera sem forystuafl í íslenskum stjórnmálum. Ástæðan er eftirfarandi.

Orkupakkinn mun leiða til æðisgengis kapphlaups auðmanna, innlendra og erlendra, að kaupa jarðir og réttindi til að framleiða og dreifa rafmagni. Auðmennirnir vita sem er að orkupakkinn er aðferð ESB til að tengja öll raforkukerfi þjóðríkjanna sem eiga aðild að orkustefnu ESB, sem heitir raunar orkusamband ESB. Sæstrengur veit á tugmilljarða hagnað enda rafmagn í Evrópu mun dýrara en á Íslandi.

Þegar það rennur upp fyrir almenningi að orkupakkinn er ekkert þýðingarlaust smámál, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins vill vera láta, heldur víðtakt afsal á fullveldi þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum er bæði flokkur og forysta búin að vera. 

Forysta XD getur engum kennt um nema sjálfri sér. Sjálfskaparvítin eru erfiðust.


mbl.is Afgreiðsla pakkans útfærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gulli kann ekki að skammast sín

Gulli utanríkis flutti inn norskan ráðherra, sem hann lét messa yfir íslenskum þingmönnum um ágæti orkupakkans. Sami Gulli kemur fram í RÚV og segir andstæðinga orkupakkans hér á Fróni handbendi Norðmanna. 

Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, kom til Íslands í óopinbera heimsókn á vegum Gulla í ágúst í fyrra. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að alþingismenn hafi verið leiddir fyrir ráðherrann norska. Ennfremur segir:

Spurð hvort hún hafi rætt orkupakka sam­bands­ins og hvað fel­ist í því ef Íslend­ing­ar skyldu hafna til­skip­un­inni á fundi sín­um með ut­an­rík­is­ráðherra Íslands svar­ar Sørei­de því ját­andi.

„Ég ræddi þetta á fundi mín­um með Guðlaugi og á fundi með þing­mönn­um. Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að koma því á fram­færi að norska Stórþingið hef­ur samþykkt þessa til­skip­un. Fyr­ir okk­ur er mik­il­vægt að til­skip­un­in sé tek­in upp í EES-samn­ing­inn, þar sem við nú þegar erum hluti af evr­ópsk­um orku­markaði. Það er ákveðin hætta fyr­ir okk­ur ef hún myndi ekki öðlast gildi,“ staðhæf­ir hún.

Gulli utanríkis flytur sem sagt inn í landið norskan ráðherra til að tala um fyrir alþingismönnum. Hann vogar sér síðan að ásaka andstæðinga orkupakkans að ganga erinda erlendra hagsmuna.

Það er leitun að ómerkilegri stjórnmálamanni en Gulla utanríkis.

 

 


Bloggfærslur 13. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband