Orkusnaran um háls Sjálfstæðisflokksins

Orkupakkinn er kirfilega merktur Sjálfstæðisflokknum. Ráðherrar flokksins, Guðlaugur Þór og Þórdís, eru ábyrg fyrir viðkomandi málaflokkum og um leið helstu talsmenn samþykktar orkupakkans.

Málflutningur Guðlaugs, Þórdísar og forystu Sjálfstæðisflokksins er í hnotskurn sá að í fyrsta lagi sé orkupakkinn smámál, sem engu skiptir, og í öðru lagi að Ísland verði að samþykkja annars sé EES-samningurinn í uppnámi.

Vandinn við þennan málflutning er tvíþættur. Engar traustar heimildir eru fyrir því að EES-samningurinn sé í uppnámi þótt Ísland biðji um undanþágu frá pakkanum. Engir ábyrgðaraðilar EES-samningsins hafa komið fram og sagt að höfnun/frestun á pakkanum höggvi að rótum EES-samstarfsins.

Seinni þátturinn í vandanum er sýnu alvarlegri. Guðlaugur Þór, Þórdís og forysta flokksins segja orkupakkann smámál með þeim rökum að innleiðing hans hafi engin áhrif á lagningu sæstrengs til Íslands. En það liggur í hlutarins eðli að orkupakkinn, sem er samræmdar reglur ESB um flutning raforku yfir landamæri, hlýtur að tengjast lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Eini tilgangur orkupakkans er að auðvelda flutning raforku milli landa. Raforka verður aðeins flutt frá Íslandi með sæstreng.

Ef ráðherrar og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fá orkupakkann samþykktan á alþingi blasir við eftirfarandi veruleiki: ef einhverjir, hvort heldur útlendingar eða Íslendingar, taka upp á því að kanna möguleikann á því að leggja sæstreng til Evrópu verður litið á Sjálfstæðisflokkinn sem mesta lygalaup stjórnmálasögunnar. Smámálið, orkupakkinn, er allt í einu orðið að sæstreng, verður sagt. Og það með réttu. Ef við samþykkjum reglur um rafmagnsflutninga yfir landamæri er einboðið að fara verður eftir þeim reglum. 

Hverju ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að svara?   


mbl.is Miðflokksmenn „algjörlega óútreiknanlegir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríll og orkupakki - að kyssa vöndinn

Við eigum að gefa ESB forræði yfir raforkumálum Íslands en þiggja frá sambandinu viðskiptabann. Allt í nafni vinsamlega samskipta.

ESB-sinnar hér á landi hvetja okkur að kyssa vöndinn. Leiðari Fréttablaðsins spyr á laugardag:

Hvers vegna ætti að tefla farsælum samskiptum við vinaþjóðir í tvísýnu þegar engir hagsmunir eru undir?

En það eru óvart hagsmundir undir. Annað hvort erum við fullvalda ríki eða hjálenda ESB. 

 


mbl.is Ræða viðskiptaþvinganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband