Grænlandsbrandarinn og flótti Kötu Jakobs

Grænlandsbrandarinn er upp á Dani. Það er hlægilegt að smáríki eins og Danmörk, sem fyrir sögulega tilviljun eignast stærstu eyju jarðarkringlunnar, komist upp með eignarhaldið. Annar brandari, einnig á kostnað Dana, er að Grænland yfirgaf ríkjasambandið sem Danmörk tilheyrir, þ.e. Evrópusambandið. Danir eru búnir að missa Grænland, þótt ekki hafi það verið formlega staðfest.

Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er tvíþættur. Eyjan situr á eftirsóknarverðum náttúruauðlindum, samanber áhuga Kínverja. Í öðru lagi er Grænland hernaðarlega mikilvægt. Endurmat stendur yfir á hernaðarstefnu Bandaríkjanna. Stefnan sem mörkuð var eftir lok kalda stríðsins rennur sitt skeið, enda mistök ofan á mistök; Afganistan, Írak, Sýrland og Úkraína. Talsmenn raunsæis eru komnir með frumkvæðið en frjálslyndir hugmyndafræðingar um alþjóðaríkið undir forsæti Bandaríkjanna og Evrópusambandsins eru á flótta.

Talandi um flótta. Katrín Jakobsdóttir forsætis þjónar hagsmunum Íslendinga illa með því að flýja land þegar varaforseti Bandaríkjanna heimsækir okkar. Dapurlegt er að innanflokksátök í Vinstri grænum skuli leiða til þess að forsætisráðherra sniðgangi næst æðsta fulltrúa Bandaríkjanna. 

Ef Kata Jakobs ætlar að vera forsætis öllu lengur þarf hún að átta sig á að athöfn í þágu glópahlýnunar með merkikertum á hálendi Íslands er ekki þjónusta í almannaþágu. Pólitískt raunsæi kallar á betra skynbragð á veruleikann en Kata Jakobs sýnir undanfarið, jafn ágæt manneskja og viðfeldinn stjórnmálamaður og hún annars er. 


mbl.is Staðfestir áhuga sinn á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Já, Katrín Jakobs er ágætis manneksja. Líka Bjarni Ben en...

Svokallaðar "aðgerðir í loftslagsmálum" hafa ekkert með veðrið að gera en er óvægin valdabarátta um yfirráðin í heiminum. Skattgreiðendur þurfa að borga brúsann þegar skipt er um "kerfi" að óþörfu, þessu gamla hent út, kjarnorkuverum lokað og raforkuverum lokað þegar fjárfestingin er loksins farinn að skila arði.

Sú sóun mun ekki breyta neinu veðursfarslega en getur leitt til allsherjarhruns á vestrænum samfélögum. Þegar skattgreiðendur gera uppreisn eins og í Frakklandi eru ekki bara tekinn risalán sem geta leitt til skuldahamfara seinna, heldur er kerfisbundið þaggað niður í fólki. Nú lýgur fólk að "jökullinn" OK sem hvarf eftir veðursæld fyrri hluta síðustu aldar en koma svo aftur þegar kólnaði eftir 1960, sé horfinn í annað sinn vegna hamfarahlýnunar.

Sá sem er með góðan málstað þarf ekki að ljúga, sannleikurinn vinnur með málstaðnum. En ekki þegar "aðgerðir í loftslagsmálum" eru annars vegar. Það er ekki bara logið að kjósendum heldur börnunum líka og þeim hampað eins og ónefndur foringi gerði forðum daga. Þegar öll menningin, fjölmiðlar, skólar og öll merkikertin tala einum lygarómi er fasismi á næsta leiti. Þá eru vandaðir og heiðarlegir stjórnmálamenn ofurliðni bornir. 

Benedikt Halldórsson, 19.8.2019 kl. 17:20

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Til hvers er að segja ágætismanneskjur? fólk sem stendur frammi fyrir alþjóð og lígur því að það sé bara smámál að afhenda Merkel yfirráð á auðlindum okkar.

Til hvers er verið að draga þessa dulu hér upp til okkar?

Það er verið að lítillækka og smána Íslendska þjóð.

Og margir alþingismenn taka þátt í 'OHÆFUVERKINU

Óskar Kristinsson, 19.8.2019 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband