Hér er sæstrengurinn, Áslaug

Áslaug Arna, formaður þingflokks í útrýmingarhættu, spurði á nefndarfundi hvar sæstreng sæi stað í orkupakkanum. Eins og allir vita, nema ólæsi þingflokkurinn, jafngildir samþykkt orkupakkans aðild að orkusambandi Evrópu.

Orkusamband ESB er með þríþætta aðgerðaáætlun sem forgangsmál er að hrinda í framkvæmd, segir á heimasíðu ESB. Einn af þessu þrem þáttum er svohljóðandi í íslenskri þýðingu:

Aðstoð að koma rafmagni yfir landamæri. Fjárfestingar í innviðum sem tengja lönd mun leyfa flæði orku, auka öryggi, draga úr áhrifum innflutnings og undirbúa raforkukerfi fyrir endurnýjanlega orku.

Aðgerðaáætlun ESB fylgir bæði fjármagn og einbeittur pólitískur vilji. Áslaug og ólæsi þingflokkurinn geta ekki lengur neitað yfirvofandi sæstreng, Ef svo illa skyldi fara að orkupakkinn verði samþykktur.

 


mbl.is Fyrirvararnir verða að vera festir í lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Esbíski þingflokkurinn læst ekki vita að með gjörðum sínum eru þau á leið að ræna þessa stritandi þjóð arfleifð sinni. Það undrar mig mest að sjá grandvara menn fylgja þessu liði og varla hefur heyrst hósti í þeim sem duglegastir voru að snapa fylgi.- -Mér þykir vafasamt að allir meðlimir þingflokksins í útrýmingarhættu fylgi foringjunum. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2019 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband