Trump og dönsk-íslensk uppgjöf

Danski forsætisráðherrann hringdi í Trump til að biðja um gott veður eftir leiðindi vegna Grænlands og aflýstrar heimsóknar Bandaríkjaforseta til smáríkisins. Katrín forsætis ætlar að hitta varaforseta Trump þótt hún hafi áður lofað vinstrimönnum sniðgöngu.

RÚV og fleiri miðlar gerðu því skóna að kvenforsætisráðherrar Danmerkur og Íslands væru samstíga í alþjóðlegu diplómatísku áhlaupi á Trump-ríkið í vestri. Allt rann það út í sandinn, konurnar krupu á kné fyrir glókolli.

Katrín og sú danska fengu lexíu í raunsæispólitík: alveg sama hvaða einstaklingur gegnir embætti þjóðhöfðingja, að ekki sé talað um forseta Bandaríkjanna, verður að sýna viðkomandi tilhlýðilega virðingu. Annars fer illa.

Katrín og Metta eru reynslunni ríkari og mörgum var skemmt að fylgjast með kennslunni.


mbl.is Trump dásamar Frederiksen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gulli glæri og Katrín heimóttarlega

Í lok Reykjavíkurbréfs dagsins segir af furðusamskiptum stjórnarráðsins við Bandaríkin síðustu daga.

En þá er það spurningin: Samþykktu ráðherrar hinna stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni þessa einstæðu forgangsröðun forsætisráðherrans? Þá eru allir spurðir nema utanríkisráðherrann, sem hefur þegar tekið fram í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið. Enda málið á hans verksviði.

Gulli utanríkis vissi sem sagt ekkert um málflokkinn sem hann ber ábyrgð á. Ekki frekar en hann viti neitt um orkupakkann og orkusamband ESB. Og Katrín heimóttarlega hélt það væri allt í lagi að móðga Bandaríkin í þágu Vinstri grænna en á kostnað þjóðarhagsmuna.

Eftirhrunskynslóð íslenskra stjórnmálamanna heldur ekki máli. Drýldin - ég á mér draum, skrifaði eitt furðuverkið í fyrirsögn á Moggagrein í vikunni - en dómgreindarlaus: forysta móðurflokksins leggur 90 ára sögu að veði fyrir ,,smámál." 

Tíu ár og nokkrum mánuðum betur eru frá hruni. Sá tími er kallaður grunnskólaaldur yngri borgara og ætlast er til að þeir kunni að lesa, skrifa og reikna að námi loknu. Er til of mikils mælst að stjórnmálamenn kunni pólitíska stafrófið eftir tíu ára nám?


mbl.is Katrín reiðubúin að funda með Pence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband