Gas, rafmagn og blekkingin í orkupakka

Orkupakkinn, sem klýfur þjóðina og einkum Sjálfstæðisflokkinn í tvær fylkingar, er tvær tilskipanir og þrjár reglugerðir sem varða viðskipti með raforku og jarðgas og stofnun Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER.

Ha, kynni einhver að segja, jarðgas? Hvað eru Íslendingar að þræta um jarðgas sem ekki finnst hér að landi? 

Jarðgasið, og hvernig tekið er á því, er einmitt lýsandi fyrir þær blekkingar sem stjórnvöld, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, hafa í frammi í 3. orkupakkanum.

Sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og Óli Björn settu fram svar og spurningu á alþingi í vetur um 3. orkupakkann. Þar kemur þetta fram um jarðgas:

 3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 715/2009 frá 13. júlí 2009 um skilyrði fyrir aðgangi að flutningskerfum fyrir jarðgas og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1775/2005. 
    Reglugerðin hefur að geyma reglur um skilyrði fyrir aðgangi að flutningskerfum fyrir jarðgas. Engin slík kerfi eru til staðar hér á landi. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar gildir reglugerðin ekki um Ísland. (undirstrikun pv)

Allt í fína með þetta. Jarðgas finnst ekki á Íslandi og við fáum undanþágu. Víkur nú sögunni að reglugerð sem lýtur að rafmagnstenginu Íslands við Evrópu sem, eins og allir vita, er engin. Þar segir í svari og spuringu Guðlaugs Þórs og Óla Björns:

2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 714/2009 frá 13. júlí 2009 um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1228/2003
    Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri. Markmið reglugerðarinnar er að setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri og auka með því samkeppni á innri markaðnum. Þá leysir hún af hólmi eldri reglugerð um sama efni, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1228/2003, sem innleidd var hér á landi með reglugerð nr. 284/2010. 
    Þar sem Ísland á ekki í raforkuviðskiptum yfir landamæri hefur reglugerðin ekki þýðingu hér á landi. (undirstrikun pv)

Takið eftir undirstrikuðu setningunum. Við fáum formlega undanþágu frá reglugerð um jarðgas en það er engin undanþága frá reglum um raforkuviðskipti milli landa. 

Hver er skýringin? Jú, það stendur til að leggja sæstreng um leið og búið er að þræla 3. orkupakkanum í gegnum alþingi. Þá fær reglugerðin ,,þýðingu" og þess vegna er engin undanþága frá henni.

 

 


Orkupakki gegn þjóðgarði

Talsmenn orkupakkans vilja ekki að þjóðgarður á miðhálendi trufli fyrirhugaðar virkjanir. Orkumálastjóri, væntanlegur umboðshafi ESB-valds í raforkumálum á Íslandi, verði 3. orkupakkinn samþykktur, segir á RÚV, að ,,Ekki sé nóg að horfa einungis til náttúruverndar."

Í framhaldi hótar orkumálastjóri fátækt og örbirgð ef náttúran fái vernd.

Með orkupakkanum er Íslendingum einnig hótað eymd og volæði, verði ekki samþykkt að ganga ESB á hönd í raforkumálum.

Það má sem sagt hvorki vernda náttúruna né þjóðarhagsmuni, standi vilji Evrópusambandsins til annars. Gott að hafa það á hreinu. 

 


mbl.is Myndi gengisfella hugtakið „þjóðgarður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Inga Sæland

Flokkur fólksins er eins manns þrekvirki Ingu Sæland sem bjó til þingflokk úr kosningasigri fyrir tveim árum. Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára móðurflokkur íslenskra stjórnmála, afrakstur strits og starfs þriggja kynslóða sem annt var um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Aðeins 17, já sautján, prósentustig skilja að flokk Ingu Sæland og Sjálfstæðisflokkinn í könnunum.

Eins manns þrekvirki Ingu mælist með þrjú prósent en þriggja kynslóða flokkurinn um tuttugu. Inga Sæland á aftur betri möguleika en móðurflokkurinn að rétta hlut sinn í tæka tíð fyrir kosningar. 

Inga er trúverðugur talsmaður fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur talsmaður fullveldis. 


mbl.is Tapar fylgi til Miðflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný sjálfstæðisbarátta

Forræði íslenskra mála á best heima á Íslandi, skrifaði Jón Sigurðsson 1848 og varaði við útlendu embættismannaveldi. Grein Arnars Þórs Jónssonar útfærir rök Jóns í samtímanum:

Ég rita þess­ar lín­ur til að and­mæla því að Íslandi sé best borgið sem ein­hvers kon­ar léni ESB eða MDE sem léns­herr­ar, ólýðræðis­lega vald­ir, siði til og skipi fyr­ir eft­ir hent­ug­leik­um án þess að Íslend­ing­ar sjálf­ir fái þar rönd við reist. Slíkt verður ekki rétt­lætt með vís­an til þess að Íslend­ing­ar hafi kosið að „deila full­veldi sínu“ með öðrum þjóðum.

Orkupakkinn vekur almenning til nýrrar sjálfstæðisbaráttu. Víglínan er skýr. Þeir sem vilja að Íslendingar sjálfir fari með forræði eigin mála annars vegar og hins vegar þeir sem óska sér að útlendingar ráði sem mest ferðinni í íslenskum málefnum.

 

 


mbl.is Ákvörðunarvaldið sé ekki geymt í erlendum borgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helga: hendum börnum á grillið

Egill Helga tekur upp tillögu frá ,,gáfaðasta og hugkvæmasta" vini sínum á feisbúkk um að henda ætti börnum á grillið til að þau þurfi ekki að þola loftslagsbreytingar, sem Egill og vinur hans telja að grilli heimsbyggðina eftir einhverja áratugi.

Egill tekur fram að tillagan sé sett fram í háði.

Hæðni vinstrimanna lætur ekki að sér hæða.


Boris skilur, Gulli og Þórdís eru skilningslaus

Sjálfstæðismenn í Bretlandi undir forystu Boris Johnson fara aðra leið en flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði Íslands. Boris telur sjálfstæði færa Bretum velmegun og reisn. Sjálfstæðisflokkurinn með Gulla utanríkis og Þórdísi iðnaðar í forgrunni er úrtöluflokkur; ef við beygjum okkur ekki undir yfirráð ESB yfir orkumálum Íslands verði vandlifað á Fróni.

Boris skilur að árangur í pólitík er að hafa trú og sannfæringu. Í samanburði við hann eru Gulli og Þórdís framlenging embættismannaveldis, hafa hvorki trú né sannfæringu.

Eftirspurn er eftir stjórnmálamönnum eins og Boris en verðfall á Gullum og Þórdísum. 

Sjálfstæðisflokkurinn mældist undir 20 prósentum í fylgi áður en Boris kom á vettvang. Hann mun tröllríða fjölmiðlum næstu þrjá mánuði hið minnsta. Samanburðurinn við flatneskjuna í Sjálfstæðisflokknum verður himinhrópandi og eftir því lækkar fylgið. Velkomin í heim samanburðastjórnmála, Gulli og Þórdís.

 


mbl.is „Gríðarleg tækifæri felast í Brexit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslag og RÚV-móðursýki (sem aðrir elta)

Loftslag jarðarinnar breytist og hefur allaf gert. Löngu áður en maðurinn kom til sögunnar sem tegund, fyrir um 200 þúsund árum, var loftslagið breytingum undirorpið. Síðasta ísöld rann sitt skeið fyrir um 11-12 þús. árum þar sem stór hluti jarðarinnar var íshella.

Á sögulegum tíma höfum við rómverska hlýskeiðið frá 250 f. Kr. til 400 e. Kr., miðaldahlýskeiðið 900 - 1300 og litlu ísöld frá 1300 til 1900.

Núna stendur yfir hitabylgja í Evrópu og RÚV segir okkur í fréttum að hún sé af mannavöldum. Pistlahöfundur RÚV boðar heimsendi vegna manngerðs veðurfars. Aðrir, t.d. mbl.is, sigla í kjölfarið.

Judith Curry er viðurkenndur loftslagsvísindamaður. Hún tekur saman pistil um það hvernig mörg starfssystkina hennar missa dómgreindina vegna móðursýki um að jörðin sé að farast vegna manngerðra loftslagsbreytinga. Bara eitt dæmi: vísindamaður segir að hann eigi engin börn, aðeins hund, sem muni deyja innan tíu ára, og það sé gott mál. Því fljótlega eftir muni jörðin farast.

Heimsendaspádómar vegna manngerðs veðurs komu til sögunnar um það leyti sem vísindamenn komust yfir handhæg reiknilíkön. Í um 30 ár hafa hamfarasinnar dundað sér við að birta spádóma um hækkandi hitastig af mannavöldum. Loftslagsvísindamaðurinn John Christy tók helstu spárnar saman og komst að raun um að þær stóðust ekki, ýktu raunhita þrefalt.

Heimsendaspámenn manngerðs veðurs geta ekki svarað einföldustu spurningu um loftslag: hver er kjörhiti jarðar? En samt er ætlast til að fólk með óbrjálaða dómgreind trúi eins og nýju neti spám sem ítrekað reynast rangar.


mbl.is Óttast áhrif hitabylgju á Grænlandsjökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir þingmenn jarða Mueller, Trump þurfti ekki að tísta

Mueller sérstakur saksóknari var jarðaður á Bandaríkjaþingi af tveim þingmönnum.

Hér er fyrra myndabandið.

Hér er seinna myndbandið.

Trump þurfti ekki svo mikið sem að tísta eftir að þingmennirnir tættu í sundur pólitískan málflutning saksóknarans.


mbl.is 13 milljónir horfðu á Mueller
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23% með flugviskubit

Þýsk könnun segir að 23% þarlendra geri ráð fyrir að fljúga sjaldnar af umhverfisástæðum, flugviskubiti. Óttinn um heimsvá vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum dregur úr vilja fólks að fljúga.

Ferðamenn koma til Íslands með flugi og skemmtiferðaskipum, sem menga enn meira en flugvélar. Spár um þróun ferðamannafjölda til landsins, sem ekki taka mið af samviskubiti umhverfissinnaðra ferðamanna, missa marks sem því nemur.

,,Orkusóðastu til Íslands að upplifa hreina náttúru," er líklega ekki slagorð sem selur. 


mbl.is 300 þúsund færri ferðamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð, Ásgeir og pólitískur seðlabankastjóri

Þegar Davíð Oddsson varð bankastjóri Seðlabanka Íslands í september 2005 varð óverulegur pólitískur hávaði. Enginn bloggaði við frétt mbl.is um málið. Ábyggilega andmæltu einhverjir en hefð var fyrir því að stjórnmálamenn yrðu seðlabankastjórar; Tómas Árna, Geir Hallgríms, Birgir Ísleifur, Steingrímur Hermanns og Finnur Ingólfs.

Þegar Ásgeir Jónsson óflokkspólitískur háskólakennari verður seðlabankastjóri sumarið 2019 eru raðfréttir í fjölmiðlum þar sem menn og konur ýmist fagna eða fordæma.

Hvenær varð staða seðlabankastjóra svona óskaplega pólitísk? Eru þetta eftirmálar hrunsins? Er það umræðan um krónuna gegn evrunni, fullvalda Ísland eða ESB-hjáríki? Eða almenn þróun í samfélagsfjölmiðlum þar sem ýmist er fagnað eða fordæmt með hávaða og látum?

Er ekki langeðlilegast að gera ráð fyrir að Ásgeir starfi sem fagmaður og af trúmennsku og geri sitt besta sem bankastjóri Seðlabanka Íslands?

 


mbl.is Væntir mikils af Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband