Grætt á Grétu og glópahlýnun

Sænski unglingurinn og aðgerðasinninn Gréta Thunberg er ekki öll þar sem hún er séð.

Gústaf Adolf Skúlason gefur innsýn í skuggahliðar pólitíska rétttrúnaðarins um manngert veðurfar.

Heilög Gréta er hönnuð.


Veðmál Bjarna og framtíð Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Ben. veðjar á að orkupakkinn sé ,,smámál" sem engu skipti fyrir eina mikilvægustu náttúrauðlind Íslendinga. Á hinn bóginn tapar Bjarni veðmálinu ef sæstrengur til Evrópu kemst á dagskrá eftir samþykkt orkupakkans.

Vinni Bjarni veðmálið er enginn ávinningur. ESB-sinnar munu ekki flykkjast til Sjálfstæðisflokksins - þeir hafa Viðreisn og Samfylkingu. Aftur fær Miðflokkurinn sóknarfæri á sjálfstæðismenn sem telja fullveldið einhvers virði. Tapi formaðurinn veðmálinu er úti um hann sjálfan og fylgi flokksins hrynur enda yfirgengileg glópska að gefa ESB færi á náttúruauðlindum þjóðarinnar. 

Sæstrengur virkjar allar valdheimildir ESB á Íslandi sem orkupakkinn færir Brusselvaldinu. Verði orkupakkinn samþykktur og einhver svo mikið sem nefnir sæstreng næstu misseri og ár er Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega varnarlaus gagnvart ásökunum um að framselja útlendingum fjölskyldusilfrið. Það er búið að öskra varnaðarorð í eyru Bjarna og forystu flokksins. Það mun ekki þýða að veifa keyptum lögfræðiálitum um að það sé tvennt ólíkt að samþykkja ESB-reglur annars vegar og hins vegar fara eftir þeim. Ó,  nei, fólk kann enn að lesa og greinir sölumennsku frá sannindum. 

Bjarni setur pólitíska framtíð sína og flokksins að veði fyrir ,,smámál" þar sem engin von er um ávinning en veruleg hætta á stórkostlegu tapi.

Það er einfaldlega ekki heil brú í orkupakkapólitík Bjarna formanns. Því miður.


mbl.is Málið „fullskoðað og fullrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband